Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 15 sigríðUr margrét sigUrðardóttir og rúnar sigþórsson vettvangsathugunum mátti sjá að Garðari tókst að sameina skólasamfélagið um sýn á skólastarfið sem byggð var á hugsjónum hans og gildum. Stjórnendur, kennarar og skólaliðar voru sammála um að stefnan hefði áhrif á allt starf skólans og væri grunnur að því. Viðmælendur þökkuðu árangurinn fyrst og fremst Garðari þótt einnig kæmi skýrt fram hjá kennurum að þeir teldu sig hafa verið virka þátttakendur og átt stóran þátt í mótun sýnarinnar. Garðar hafði skýra starfskenningu. Um starfshætti sína og það hvernig hann næði árangri sagði hann meðal annars: Þetta snýst fyrst og fremst um að ætla sér að gera hlutina og það er ekki ef og kannski heldur bara … hvernig maður finnur leið til að gera þetta. Hvernig hægt er að … skýra þetta fyrir fólki, fá fólk til fylgis við þetta, án þess að … vera að þvinga þetta og þrýsta þessu einhvern veginn inn í eitthvert kerfi sem er fyrir. Það er að segja, það þarf tíma og það þarf að vinna þetta svona með umræðu … alveg frá byrjun. Til að byggja upp skólastarfið fór Garðar þá leið að efla umræður, skapa traust og skólastefnu sem samstaða væri um og efla faglega þekkingu kennara. Jafnframt lagði hann áherslu á að vanda sig í samskiptum og umræðum, reyna að setja mál sitt fram á skýran hátt og tala um kjarna máls en þó án þess að vekja deilur. Hann taldi mikilvægt að setja skýrt fram hver væri vilji stjórnenda til lengri tíma, enda þótt hann vildi fara hægt í breytingar og læra á umhverfið áður en farið væri að kynna nýja starfshætti. Í viðtölum við Garðar kom fram að hann lagði áherslu á að áætlanir og umgjörð skólastarfsins væru í lagi þannig að starfsemin gæti gengið snurðulaust. Hann sagði um starf skólastjóra: ég lít nú stundum á skólastjóra þannig að hans staða sé … á gatnamótum og hags- munaaðilarnir koma þá að úr fjórum áttum og það þarf eiginlega bara að stjórna um- ferðinni oft og tíðum. En það eiga allir sinn rétt og það þurfa að vera umferðarreglur. Garðar lagði einnig áherslu á að rekstrarlegum þáttum væri vel sinnt sem og skipu- lagsmálum almennt. Hann sagðist samt reyna að sinna frekar rekstri skólans eftir skólatíma eða um helgar til að geta betur tekið þátt í daglegri starfsemi skólans í sam- ræmi við leiðtogahlutverk sitt og honum var ofarlega í huga mikilvægi þess að vera fyrirmynd og starfa í samræmi við orð sín: Mínir starfshættir þurftu að sýna stefnuna í verki … það er til þess að þetta verði trúverðugt … til þess að byggja þennan trausta grunn undir skólastarfið. Til að nem- endur þrífist, til að nemendur læri … starfshætti og vinnubrögð og samskipti og allt sem að til þarf. Garðar sagðist leggja áherslu á að vera sýnilegur í skólastarfinu og öðrum viðmæl- endum fannst gott að leita til hans eftir faglegu áliti og ráðum. Hann hafði opið inn til sín á skrifstofuna, fór fram í kaffi á kaffitímum og gekk um skólann, auk þess sem hann tók þátt í daglegum samverustundum í skólanum með nemendum og kenn- urum. Sýnileiki hans og Aldísar virtist skipta þátttakendur í rannsókninni miklu máli. Það kom fram í bæði viðtölum og óformlegum samtölum við kennara, í rýnihópa- viðtölunum við nemendur og skólaliða og í svörum foreldra við spurningakönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.