Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 15
sigríðUr margrét sigUrðardóttir og rúnar sigþórsson
vettvangsathugunum mátti sjá að Garðari tókst að sameina skólasamfélagið um sýn
á skólastarfið sem byggð var á hugsjónum hans og gildum. Stjórnendur, kennarar og
skólaliðar voru sammála um að stefnan hefði áhrif á allt starf skólans og væri grunnur
að því. Viðmælendur þökkuðu árangurinn fyrst og fremst Garðari þótt einnig kæmi
skýrt fram hjá kennurum að þeir teldu sig hafa verið virka þátttakendur og átt stóran
þátt í mótun sýnarinnar.
Garðar hafði skýra starfskenningu. Um starfshætti sína og það hvernig hann næði
árangri sagði hann meðal annars:
Þetta snýst fyrst og fremst um að ætla sér að gera hlutina og það er ekki ef og kannski
heldur bara … hvernig maður finnur leið til að gera þetta. Hvernig hægt er að …
skýra þetta fyrir fólki, fá fólk til fylgis við þetta, án þess að … vera að þvinga þetta
og þrýsta þessu einhvern veginn inn í eitthvert kerfi sem er fyrir. Það er að segja, það
þarf tíma og það þarf að vinna þetta svona með umræðu … alveg frá byrjun.
Til að byggja upp skólastarfið fór Garðar þá leið að efla umræður, skapa traust og
skólastefnu sem samstaða væri um og efla faglega þekkingu kennara. Jafnframt lagði
hann áherslu á að vanda sig í samskiptum og umræðum, reyna að setja mál sitt fram á
skýran hátt og tala um kjarna máls en þó án þess að vekja deilur. Hann taldi mikilvægt
að setja skýrt fram hver væri vilji stjórnenda til lengri tíma, enda þótt hann vildi fara
hægt í breytingar og læra á umhverfið áður en farið væri að kynna nýja starfshætti.
Í viðtölum við Garðar kom fram að hann lagði áherslu á að áætlanir og umgjörð
skólastarfsins væru í lagi þannig að starfsemin gæti gengið snurðulaust. Hann sagði
um starf skólastjóra:
ég lít nú stundum á skólastjóra þannig að hans staða sé … á gatnamótum og hags-
munaaðilarnir koma þá að úr fjórum áttum og það þarf eiginlega bara að stjórna um-
ferðinni oft og tíðum. En það eiga allir sinn rétt og það þurfa að vera umferðarreglur.
Garðar lagði einnig áherslu á að rekstrarlegum þáttum væri vel sinnt sem og skipu-
lagsmálum almennt. Hann sagðist samt reyna að sinna frekar rekstri skólans eftir
skólatíma eða um helgar til að geta betur tekið þátt í daglegri starfsemi skólans í sam-
ræmi við leiðtogahlutverk sitt og honum var ofarlega í huga mikilvægi þess að vera
fyrirmynd og starfa í samræmi við orð sín:
Mínir starfshættir þurftu að sýna stefnuna í verki … það er til þess að þetta verði
trúverðugt … til þess að byggja þennan trausta grunn undir skólastarfið. Til að nem-
endur þrífist, til að nemendur læri … starfshætti og vinnubrögð og samskipti og allt
sem að til þarf.
Garðar sagðist leggja áherslu á að vera sýnilegur í skólastarfinu og öðrum viðmæl-
endum fannst gott að leita til hans eftir faglegu áliti og ráðum. Hann hafði opið inn
til sín á skrifstofuna, fór fram í kaffi á kaffitímum og gekk um skólann, auk þess sem
hann tók þátt í daglegum samverustundum í skólanum með nemendum og kenn-
urum. Sýnileiki hans og Aldísar virtist skipta þátttakendur í rannsókninni miklu máli.
Það kom fram í bæði viðtölum og óformlegum samtölum við kennara, í rýnihópa-
viðtölunum við nemendur og skólaliða og í svörum foreldra við spurningakönnun.