Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201242 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi og veru þeirra í nýju landi. Það er í samræmi við orð Nieto (2010) um mikilvægi þess að nemendur hafi aðgang að ákveðnum aðila innan skólans. Markmiðið hlýtur samt að vera, að allir kennarar skólans séu færir um að kenna öllum nemendum. Hættan við að fela einum aðila að sjá um málaflokkinn er að þekking og reynsla einskorðist við þann aðila. Til að koma í veg fyrir það þarf mikil samvinna að vera milli þeirra sem koma að menntun nemandans. Nám og kennsla Ungir nemendur íslensku skólanna í rannsókninni stunduðu að mestu nám með íslenskum jafnöldrum. Nám í yngstu bekkjum grunnskólans byggist á því að kenna undirstöðuatriði í námsgreinum ásamt kennslu á nánasta umhverfi nemandans. Námsefnið og námsumhverfi þar sem áhersla er á samvinnu og samræður er því mjög hagstætt nemendum sem eru að læra nýtt tungumál og eflir bæði samskiptalega og námslega málfærni þeirra. Þetta getur verið ein skýringin á því að nemendum af erlendum uppruna sem flytjast til Íslands ungir að aldri vegnar betur í skólum en þeim sem koma hingað eldri (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2007). Ástæður fyrir því að eldri nemendum vegnar verr hér á landi í skólum en yngri nemendum geta verið margar. Ein ástæðan getur verið að of lengi sé dvalið við sam- skiptalega málfærni hjá eldri nemendum og huga verði fyrr að námslegri málfærni þeirra, því eins og einn kennarinn í rannsókninni benti á komast nemendur ekki í gegnum framhaldsskóla á samskiptamálinu einu. önnur ástæða getur verið að skipulag og kennsluhættir á mið- og unglingastigi stuðli ekki í jafn ríkum mæli að samvinnu og virkni og kennsluhættir á yngsta stigi. Nemendur fái því ekki næg tæki- færi til að vinna með innlendum jafnöldrum og þjálfa þannig námslega málfærni sína. Kennararnir í rannsókninni lögðu allir áherslu á mikilvægi þess að byggja upp orða- forða nemenda í námsgreinum. Til að ná þeim markmiðum bentu þeir á að gefa þyrfti nemendum sem flest tækifæri að vinna með innlendum jafnöldrum. Kennsluaðferðir sem byggjast á samvinnu og samræðum eru mikilvægar að mati viðmælenda. Kennsluaðferðir eru verkfæri kennarans og eiga að stuðla að því að allir nemendur hafi tækifæri til að læra. Samræður og rökræður um álitamál um leið og nemendur voru fræddir um ólíkar hliðar málanna var áberandi kennsluaðferð í enska skólanum. Þar var nemendum hjálpað að sjá og skilja að ólík sjónarhorn, viðmið og menningarleg afstaða hefur áhrif á hvernig þekking er sköpuð (Banks, 2010). Sam- ræður sem kenna nemendum að skoða ólík sjónarhorn, efla gagnrýna hugsun þeirra og kenna þeim rökræðusiði eru mikilvægir þættir í menntun ungs fólks. Þennan þátt þurfa íslenskir skólar að efla. Lýðræðisleg vitund nemenda og geta til að taka þátt í umræðum eru þeir þættir sem samvinna í náminu eflir með nemandanum og eru sér- staklega mikilvægir í fjölmenningarsamfélagi (Hanna Ragnarsdóttir, 2007b). Markmið fjölmenningarlegrar menntunar er menntunarlegur jöfnuður og þar er nám nemenda grundvallaratriði. Kennslan þarf því að uppfylla þarfir allra í hópnum (Banks, 2010; Nieto, 2010). Kennararnir í rannsókninni höfðu skilning á mikilvægi þess og nýttu sér kennsluaðferðir sem stuðluðu að því. Um leið er nauðsynlegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.