Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 111
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 111 friðrik sigUrðsson Samningur S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks Í fyrstu grein laganna er eftirfarandi ákvæði: „Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem ís- lensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“ Því má segja að þau viðmið sem samningurinn gefur hafi verið lögleidd. Rætt hefur verið um að lögleiða samninginn í heild. Ný lög um réttindagæslu Samþykkt hafa verið ný lög um réttindagæslu með ákvæðum um réttindagæslumenn og persónulega talsmenn. Í lok mars 2012 var lagt fram frumvarp á Alþingi með ákvæðum um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk. Fullyrða má að þegar öll ákvæði nýrra laga um réttindagæslu verða komin til framkvæmda marki þau tímamót. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) Sérstakur starfshópur hefur unnið að innleiðingu NPA sem tilraunaverkefnis og er gert ráð fyrir sérstöku framlagi til þróunar þess á næstu árum. Í ákvæði til bráðabirgða segir einnig: „Ennfremur skal ráðherra eigi síðar en í árslok 2014 leggja fram frumvarp til laga þar sem lagt verður til að lögfest verði að persónuleg notendastýrð aðstoð verði eitt meginform í þjónustu við fatlað fólk“ (Lög um málefni fatl- aðs fólks, 1992, ákvæði til bráðabirgða, IV. gr.). Hér eru tekin af öll tvímæli um að lögfesta skuli þennan rétt sem eitt meginform þjónustunnar. Þess má geta að slík lögfesting hefur oft reynst þrautin þyngri hjá nágrannaþjóðum okkar, t.d. hefur ekki ennþá tekist að fá slíka lagasetningu í Noregi. Stefnumótun og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks Unnin hefur verið þings- ályktunartillaga um þetta efni sem velferðarráðherra lagði fram á Alþingi í janúar 2012. Í tillögunni er að finna tímasettar aðgerðir um fjölmörg atriði. Atvinnumál fatlaðs fólks Í lögunum um málefni fatlaðs fólks með breytingum frá 2010 eru nú tekin af öll tvímæli um að atvinnumál fatlaðs fólks teljist til almennra atvinnumála og heyri undir Vinnumálastofnun. Síðast en ekki síst tókst með yfirfærslunni að tryggja óbreytt fjármagn til þjónustu við fatl- að fólk árið 2011 og aukið fjármagn árið 2012 en útlit var fyrir að ef ríkið hefði haldið áfram að annast þjónustuna hefði verið um töluverðan niðurskurð að ræða bæði árin (Innanríkis- ráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, 2011). fraMtÍðin Allar götur frá því að lögin um aðstoð við þroskahefta voru samþykkt árið 1979 má greina áhrif frá öðrum Norðurlöndum og hafa norræn áhrif síðan verið áberandi í íslenskri lög- gjöf um málefni fatlaðs fólks. Á öllum Norðurlöndunum er þjónusta við fatlað fólk á verk- sviði sveitarstjórnarstigs, þó með nokkuð mismunandi hætti. Þetta er allt frá því að slík þjónusta sé alfarið hluti af félagsþjónustu hvers sveitarfélags samkvæmt lögum um félags- þjónustu og til þess að sveitarfélög veiti þjónustuna samkvæmt sérlögum um þjónustu við fatlað fólk. Sú aðferð sem viðhöfð var við yfirfærsluna um áramótin 2011 er líkust því fyrirkomulagi sem hefur verið um langt árabil í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.