Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 78

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 78
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201278 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara hæfileika sína til þrautalausna og loks að þeir þjálfist í að setja fram lausnir sínar, sér í lagi m.t.t. vandaðs rökstuðnings“ (Háskóli Íslands, 2009). Starfshæfni stærðfræðikennara Hugtökin kunnátta, geta og hæfni hafa alla tíð verið samofin hugmyndum um nám og kennslu. Ragnhildur Bjarnadóttir hefur í skrifum sínum fjallað um hæfnihugtakið í tengslum við kennaramenntun (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004, 2005, 2008). Í greininni Starfshæfni kennara frá sjónarhóli norrænna kennaranema segir Ragnhildur að hugtakið hæfni hafi á undanförnum áratug verið notað í auknum mæli til að tilgreina náms- markmið, meðal annars í kennaranámi. Það hafi fengið byr undir báða vængi undir aldamótin en þá með breyttum skilgreiningum og að nú tengist hæfnihugtakið bæði námshugtakinu og umræðunni um fagmennsku kennara (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008). Starfshæfni kennara skilgreinir Ragnhildur sem „þekkingu, færni og eiginleika sem kennarar eru færir um að beita í starfi á markvissan og viðurkenndan hátt miðað við aðstæður, félagslegt samhengi og faglegt viðmið“ (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008, bls. 56). Þá skilgreinir Ragnhildur eftirfarandi hliðar á starfshæfni kennara: Að gera, að þekkja/vita, að ígrunda, að vera (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Það skal tekið fram að sú ígrundun sem Ragnhildur fjallar um snýr að sjálfskoðun kennaranemans og því að hann ígrundi kennarastarfið en í rannsókn þeirri sem hér er til umfjöllunar er lögð áhersla á að kennaraneminn ígrundi það stærðfræðiverkefni sem hann glímir við hverju sinni. Ragnhildur gerði könnun á því hvernig kennaranemar í Kennaraháskóla Íslands töldu námið í skólanum styðja við starfshæfni sína. Í ljós kom meðal annars að það var áberandi að nemendur vildu þekkja og vita meira. Hvað varðar þekkingu sem tengist skólanámsgreinum töldu 22% nemanna kennaranámið ekki hafa stutt vel við sig en 18% að það hefði stutt vel við sig. Þá kom fram að 65% nemanna töldu að áherslan á þessa þætti hefði átt að vera meiri (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2005). Í framangreindum námskrám fyrir skyldunám er ekki rætt sérstaklega um hæfni stærðfræðikennara. Í námskránni frá 1960 má segja að tvær setningar séu það eina í þessa veru en þar segir að reikningskennslan eigi að vera traust eins og keðja, þar sem allir hlekkir séu jafnsterkir og að hvergi megi hlaupa yfir eða fara of hratt, heldur skuli feta jafnt og þétt áfram svo að alls staðar náist örugg fótfesta (Menntamálaráðuneytið, 1960). Í námskránni frá 1976 var ekki sérstök umfjöllun um stærðfræði eins og áður segir. úr námskránni frá 1989 mætti gefa dæmi um einstakar setningar sem lúta að hæfni stærðfræðikennara. Áður hefur verið vitnað í stærðfræðihluta aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 og 2007 þar sem segir að kennsla í stærðfræði þurfi að efla rökfasta hugsun og einnig að efla hugkvæmni. Hún þurfi að laða fram gagnrýna og greinandi hugsun hjá nemand- anum og einnig sjálfstraust, forvitni og löngun til að rannsaka og leita lausna á hinu óþekkta. Í beinu framhaldi segir: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræð- innar. Hún er vísindi, list, tjáningarmiðill og tæki til að takast á við erfið úrlausnar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.