Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 115 Mannréttindi fatlaðs fólks og hlutverk þroskaþjálfa Fatlað fólk er oft síðast í röð þeirra sem öðlast raunhæfa vernd mannréttinda sinna óháð því hvernig staðið er almennt að mannréttindavernd innan ríkja eða hver efnahagsleg staða þeirra er. Með tilhneigingu samfélagsins til að gera fatlað fólk að „vandamáli“ og viðfangs- efni annarra hefur mannréttindavernd fatlaðs fólks verið fótum troðin svo áratugum skiptir (Quinn og Degener, 2002). Þar hafa skilgreiningar okkar og skilningur á hugtakinu fötlun ráðið miklu og er gjarnan talað um að við séum að færa okkur frá ákveðnum einstaklings- bundnum „galla“-sjónarhornum yfir í félagslegan og menningarlegan skilning á fötlun (Rannveig Traustadóttir, 2003). Í stað þess að líta á fötlun sem galla eða afbrigðileika hefur smám saman fengist á því viðurkenning að skerðingar séu eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannlífsins og þegar byggja á samfélag sem er raunverulega fyrir alla þurfi að taka mið af ólíkum þörfum einstaklinganna sem þar búa. Hafa sumir fræðimenn viljað kalla þessa nálgun mannréttindasjónarhorn á fötlun (Quinn og Degener, 2002). Nýr Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér og staðfestir þetta mannréttindasjónarhorn. Samningurinn, sem ég kýs að tala um sem sáttmála, var sam- þykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 30. mars 2007 (Velferðarráðuneytið, e.d.). Í febrúar 2012 hafa 153 lönd undirritað sáttmálann og 110 þjóðir fullgilt hann. Þroskaþjálfar eru sú starfsstétt sem starfar samkvæmt lögum „við þjálfun, uppeldi og umönnun þroskaheftra“ (Lög um þroskaþjálfa nr. 18/1978). Ljóst er að lögin eru um margt úrelt og bera keim af gamaldags viðhorfum þar sem eðlilegt þótti að fagfólk tæki helstu ákvarðanir um líf fatlaðs fólks. Í Starfskenningu þroskaþjálfa (Þroskaþjálfafélag Íslands, e.d.) er aftur á móti talað um fagstétt sem er menntuð til að starfa „með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu“. Þar segir jafnframt að hugmyndafræði þroskaþjálfunar sé grund- völluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa og byggist meðal annars á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi. Þessi þrjú hugtök eru lykilhugtök sam- kvæmt mannréttindasjónarhorni á fötlun eins og það birtist í hinum nýja réttindasáttmála. Í þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á þessi þrjú hugtök en þau verða tengd við einstakar greinar sáttmálans ásamt vangaveltum um ábyrgð þroskaþjálfa í því samhengi. Helga BaldvinSdóttir BJargardóttir réttindagÆSluMaður fatlaðS fólKS í reyKJavíK og á SeltJarnarneSi Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.