Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 149

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 149
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 149 gUðBJörg linda rafnsdóttir fjalla um aukna áherslu iðjuþjálfa á skjólstæðings- og fjölskyldumiðaða þjónustu. Með því er átt við þjónustu sem miðar að því að einstaklingar og fjölskyldur þeirra taki, í samvinnu við iðjuþjálfa, beinan þátt í að skilgreina vandamálið eins og það lýtur að skjólstæðingnum og fjölskyldu hans og finni úrlausnir við hæfi. Þrátt fyrir aukna áherslu í þessa veru benda höfundar á athyglisverðar hindranir í vegi þessarar þróunar. Þar má nefna togstreitu á milli líflæknisfræðilegs- og félagslegs sjónarhorns, tímapressu og óljós valdahlutföll. Kafli 7, Þjónustuferli og fagleg rökleiðsla, er einnig skrifaður af Guðrúnu Pálmadóttur . Kaflinn dregur upp mynd af þjónustuferli iðjuþjálfa, sem byggist á „hugmynda- fræðilegri sýn, faglegri rökleiðslu og samstarfi“ (bls. 122). Einnig er fjallað um fimm tegundir rökleiðslu: Aðferðafræðilega rökleiðslu sem er hlutstæð og áþreifanleg; lífs- sögurökleiðslu sem byggist á upplifun skjólstæðingsins; samskiptarökleiðslu sem er aðallega byggð á skjólstæðingsmiðaðri nálgun; siðfræðilega rökleiðslu sem spyr hvað réttast sé að gera miðað við aðstæður og loks raunsæisrökleiðslu sem tekur mið af tímaramma, stjórnsýslu, réttindum og mögulegum úrræðum. Kafli 8 nefnist Iðjuþjálfun barna og unglinga . Þar fjalla Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir um fjölbreytt starf iðjuþjálfa með börnum og unglingum, þar sem áherslan er á teymisvinnu. Þar er einnig dregin upp mynd af svokölluðu lífsþarfa- líkani (e. life needs model), sem leggur áherslu á að „þjónustan endurspegli og taki mið af breytilegum þörfum, umhverfi og viðfangsefnum barnanna“ (bls. 138). Kaflar 9 og 10 fjalla um iðjuþjálfun fullorðinna . Sá fyrri er skrifaður af Margréti Sigurðardóttur og Valerie Harris og nefnist Iðjuþjálfun fullorðinna I: Líkamleg heilsa og hugarstarf . Seinni kaflann skrifa Elín Ebba Ásmundsdóttir og Sólrún Óladóttir og nefnist hann Iðjuþjálfun fullorðinna II: Geðheilsa . Kaflarnir gefa lesandanum innsýn í líf fullorðinna skjólstæðinga sem þurfa á ólíkri íhlutun að halda og hvernig iðjuþjálfun getur tekist á við það. Kafli 11 nefnist Iðjuþjálfun aldraðra og er skrifaður af Ingibjörgu S. Ásgeirsdóttur og Eygló Daníelsdóttur. Kaflinn fjallar meðal annars um mismunandi kenningar um öldrun, það er hlédrægnikenninguna, virknikenninguna og samfellukenninguna, og hvernig þær falla að hugmyndafræði iðjuþjálfunar. Dæmi eru nefnd um mögulega íhlutun iðjuþjálfa til að auka virkni og færni skjólstæðinganna. Kafli 12, sem jafnframt er síðasti kaflinn, nefnist Gagnreynt starf og er eftir Margréti Sigurðardóttur . Þar er fjallað um skilgreiningar á gagnreyndu starfi, sem felur meðal annars í sér að þegar teknar eru ákvarðanir um meðhöndlun sjúklinga „er stuðst við nýjustu og bestu upplýsingarnar og þær nýttar á gagnrýninn og yfirvegaðan hátt“ (bls. 213). Einnig felur gagnreynt starf í sér að „samþætta bestu rannsóknarniðurstöður, reynslu fagmannsins og gildi sjúklingsins“ (bls. 213). Í kaflanum er gerð grein fyrir áhugaverðri könnun á stöðu þessarar aðferðar hér á landi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.