Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012116 mannréttindi fatlaðs fólks og hlUtverk þroskaþJálfa Virðing fyrir MannHElgi Og MannlEg rEisn Mannhelgi eða mannleg reisn er sá hornsteinn sem öll mannréttindi eru byggð á. Viðurkenning mannlegrar reisnar er áminning um að sérhver manneskja sé óendanlega verðmæt og að hver manneskja sé takmark í sjálfu sér, en ekki leið að takmarki annarra. Þetta viðhorf gengur gegn þeirri samfélagslegu tilhneigingu að skipa fólki í virðingarröð eftir framlagi þess eða notagildi og tilhneigingunni til að útskúfa fólki sem á einhvern hátt er talið öðruvísi (Quinn og Degener, 2002). Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er lögð áhersla á mikilvægi mann- legrar reisnar í tengslum við mannréttindi fatlaðs fólks. Almennar meginreglur sáttmálans eru umfjöllunarefni 3. greinar en þessar meginreglur veita ákveðna leiðsögn um hvernig beri að túlka og innleiða efni hans. Fyrsta og jafnframt veigamesta meginreglan fjallar um virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði fatlaðs fólks. önnur meginregla samningsins fjallar um virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á því sjónarmiði að fötlun sé þáttur í fjölbreytni mannkyns. Með þessari viðurkenningu er stofnanavistun og yfirráðum fagfólks og sérfræðinga yfir lífi fatlaðs fólks hafnað. Þetta kristallast í 19. greininni sem ber yfirskriftina „Að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu“ en þar segir að fatlað fólk eigi að hafa val um hvar það býr og með hverjum. Þar er jafnframt gert ráð fyrir að þjónusta við fatlað fólk sé þannig úr garði gerð að fatlað fólk fái aðstoð við að ná þessum markmiðum (Velferðarráðuneytið, e.d.). Þá er tekið fram í 4. grein sáttmálans, sem fjallar um skyldur stjórnvalda, að það sé ekki nóg að setja lög og reglur sem stuðla að mannréttindum fatlaðs fólks, heldur þurfi jafnframt að afnema lög, reglur, venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun. Í sömu grein er lögð áhersla á að auka þurfi fræðslu fyrir fagmenn og starfsmenn, sem vinna með fötluðu fólki, um þau réttindi sem eru viðurkennd í sáttmálanum. Í 8. grein sáttmálans er sérstök áhersla lögð á vitundarvakningu sem mikilvægt atriði bæði til þess að brjóta upp staðalímyndir og eins til þess að fatlað fólk jafnt sem ófatlað fái að vita um réttindi sín og skyldur. Þar segir að gera þurfi viðeigandi ráðstafanir til að auka virðingu fyrir réttindum og reisn fatlaðs fólks, vinna gegn fordómum og efla vitund um framlag og færni fatlaðs fólks (Velferðarráðuneytið, e.d.). Samkvæmt sáttmálanum er meginmarkmið félagslegs stuðnings að stuðla að fullri þátt- töku fatlaðs fólks á öllum sviðum venjulegs samfélags. Þessu markmiði er ætlað að leiða til frelsis fyrir fólk í sínu daglega lífi en raunin er sú að félagsleg þjónustukerfi hafa þvert á móti allt of oft stuðlað að ófrelsi og einangrun fatlaðs fólks. Til þess að virðing sé borin fyrir mannlegri reisn verður því að tryggja rétt fatlaðs fólks til félagslegrar þjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að virkja og efla vald einstaklingsins yfir eigin lífi (Quinn og Degener, 2002). Skyldur fagstétta á borð við þroskaþjálfa felast samkvæmt samningnum meðal annars í að endurmeta starfshætti sína í ljósi mannréttindasjónarhornsins og afnema starfshætti sem ekki samræmast sáttmálanum. Margt bendir til að enn sé allt of mikið um stofnana- bundna þjónustu þar sem starfsfólkið fylgir byggingunni en ekki þeim íbúa eða íbúum sem þar eiga heima. Þá er þjónustan skipulögð með tilliti til stofnunarinnar og þess sem hentar starfsfólkinu og mætir því ekki raunverulegum þörfum einstaklinga sem hyggjast lifa sjálfstæðu lífi (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2011).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.