Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 79 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir efni og hlutverk skólans er að sjá til þess að nemendur kynnist sem flestum hliðum hennar. (Menntamálaráðuneytið, 1999, bls. 10; 2007, bls. 7) Árið 2000 setti danska menntamálaráðuneytið á fót tólf manna starfshóp undir for- mennsku Mogens Niss til að leita svara við tíu spurningum varðandi stærðfræði- menntun. Hópurinn skilaði af sér áliti með ítarlegri skýrslu sem var gefin út árið 2002 og ber heitið Kompetencer og matematiklæring (Niss og Højgaard Jensen, 2002). Í skýrsl- unni, sem vísað er til sem KOM-skýrslu, er stærðfræðileg hæfni flokkuð í undirstöðu- þætti sem taldir eru mikilvægir fyrir stærðfræðinám og -kennslu á öllum skólastigum. Þessir hæfniþættir eru átta: Hugsanagangur, þrautalausnir, líkanasmíð, röksemda- færsla, framsetning, notkun táknmáls og formhyggja, tjáning, notkun hjálpartækja. Í KOM-skýrslunni er lögð rík áhersla á að stærðfræðikennarar á öllum stigum séu vel hæfir í framangreindum undirstöðuþáttum og búi auk þess yfir hæfniauka í sjálfri stærðfræðinni miðað við það skólastig sem þeir kenna á. Þeir verða að geta gert sér grein fyrir hvernig stærðfræðinám hvers einstaks nemanda á sér stað, hvaða hæfni hann býr yfir, hver eru tök hans á greininni og hvaða hugmyndir hann hefur um hana (Niss og Højgaard Jensen, 2002). Slíkar kröfur til kennara byggjast vitaskuld á því að þeir sjálfir hafi sterk tök á greininni og hafi tamið sér að ígrunda viðfangsefni sín, kafa undir yfirborðið og spyrja sig faglegra spurninga. Til að varpa ljósi á þá mælikvarða sem eru lagðir á starfshæfni stærðfræðikennara í Bandaríkjunum má nefna að kennari sem flytur milli fylkja þarf gjarnan að standast hæfnispróf í greininni til að fá full réttindi í nýja fylkinu. Slíku prófi er ætlað að meta þekkingu kennarans í ýmsum þáttum stærðfræðinnar og skilning hans á þeim kennsluaðferðum sem nauðsynlegar eru til að kenna þessa þætti. Svo dæmi sé tekið er viðmiðum fyrir stærðfræðikennara á unglingastigi (8.–12. bekk) í Texas skipt í opin- berri skýrslu upp í sex svið: Talnahugtök, mynstur og algebru, rúmfræði og mælingar, líkindareikning og tölfræði, stærðfræðilegt ferli og stærðfræðilegt samhengi, kennslu- aðferðir í stærðfræði og námsmat. Síðan er sviðunum skipt upp í hæfniþætti og þeir sundurgreindir eftir þeim markmiðum sem kennarinn á að hafa náð. Hæfniþættirnir eru á þriðja tug talsins og markmiðsþættirnir enn fleiri (Rice University, 2010; Texas Education Agency, 2010). Við val á stærðfræðiverkefnum í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar voru meðal annars eftirfarandi fræðilegir hæfniþættir úr umræddri skýrslu notaðir sem viðmið. • Kennarinn notar mynstur til að leysa dæmi og setja fram tilgátur. • Kennarinn skilur fallhugtakið og eiginleika þess. • Kennarinn skilur og leysir dæmi með aðferðum stærðfræðigreiningar. • Kennarinn skilur evklíðska rúmfræði sem frumsendukerfi. • Kennarinn skilur stærðfræðilega röksemdafærslu og þrautalausnaferli. (Rice University, 2010) Skipting stærðfræðinnar í fræðilega undirflokka er að mestu leyti stöðluð og tekur ekki breytingum eftir löndum eða fylkjum. Svo dæmi sé tekið er viðmiðum fyrir starfs- hæfni stærðfræðikennara í Kaliforníu skipt upp í eftirfarandi svið: Algebru, rúmfræði, talnafræði, líkindareikning og tölfræði, stærðfræðigreiningu, sögu stærðfræðinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.