Hugur - 01.01.2008, Síða 8
6
Inngangur ritstjóra
sjálfum sér og áliti annarra á þeim, í stað þess að helga sig viðfangsefninu sem
slíku.
I grein sem ber heitið „Siðferði, hugsun og ímyndunarafl" gagnrýnir Jón Asgeir
Kalmansson siðfræðinga samtímans fyrir að taka lítið sem ekkert tillit til þáttar
ímyndunaraflsins í nálgunum sínum, heldur byggja á þurrum kenningum, megin-
reglum og beitingu þessara meginreglna. Siðfræðingar virðast óttast að ímyndun-
araflið dragi úr hlutlægni siðfræðinnar og geri hana duttlungafulla en Jón segir
þessa vanrækslu hennar byrgja okkur siðferðilega sýn og í raun firra siðfræðina frá
mannlegu lífi. Hann sýnir hversu mikilvægt hlutverk ímyndunaraflið hefur leikið
í sögu heimspekinnar og setur fram hugmyndir um hvernig megi nýta sér það í
siðfræðilegum rannsóknum.
Hvers eðhs er sá veruleiki sem hagfræðin fæst við? Þetta er ein þeirra grund-
vallarspurninga sem Stefán Snævarr varpar fram í umíjöllun sinni um gildi hag-
fræðinnar. Stefán kallar þennan veruleika „hagtextann". Hann er mannlegur
merkingarveruleiki en ekki náttúrulegur lögmálsveruleiki eins og hagfræðin virðist
gefa sér. Af því leiðir að viðleitni hagfræðinnar til að setja fram lögmál að fordæmi
náttúruvísindanna er dæmd til að mistakast, enda hefur sýnt sig að forspárgildi
hagfræðinnar er æði takmarkað. Stefán fjallar um þau margvíslegu áhrif sem túlk-
unarfræði og skilningsfélagsfræði hafa haft á hagfræðina á undanförnum áratug-
um og setur fram eigin útfærslu á „skilningshagfræði" sem nálgast viðfang sitt sem
texta og leggur því fremur fyrir sig túlkun í stað þess að leita orsakaskýringa.
Að þessu sinni hefur Hugur að geyma tvær greinar um bækur. Sú fyrri kann að
virðast nokkuð „innmúruð" ef svo má segja, því þar fjaUar einn greinarhöfundur
þessa heftis, Jón Ásgeir Kalmansson, um bók annars, Olafs Páls Jónssonar. Þetta
endurspeglar þó fyrst og fremst öfluga virkni þessara fræðimanna um þessar
mundir. Bók Ólafs Páls, Náttúra, vald og verðmœti, er heimspekileg greining á
umhverfis- og lýðræðismálum þeim sem mikið hafa verið á döfinni á undanförnum
árum, en hún hefur vakið mikla athygli jafnt innan sem utan íslensks fræða-
heims.
Síðari bókargreinin tekur á ádeiluritinu Bréfi til Maríu eftir Einar Má Jónsson
sem gagnrýnendur hafa ýmist lofað óspart eða talið meingallað. Greinarhöfundar,
þeir Davíð Kristinsson og Hjörleifur Finnsson, sem sjálfir hafa getið sér orð fyrir
ögrandi skrif, taka þó annan pól í hæðina, rýna vandlega í heimspekilega þætti
bókarinnar og gera meira að segja gagnrýna úttekt á þeirri gagnrýni sem hún
hefur hlotið. Hvert svo sem endanlegt mat þeirra á bókinni kann að vera er ljóst
að hún hefur veitt þeim nokkurn innblástur og þeir gera gaumgæfileg skil ýmsum
þeim málefnum sem Einar Már bryddar upp á, til að mynda þjóðernishyggju,
velferðarsamfélaginu, marxisma og nýfrjálshyggju. Þannig er greinin jafnframt
prýðilegur „stökkpallur“ fyrir umræðu um samfélagsmál og er enginn vafi á því að
hún mun vekja margvísleg viðbrögð meðal lesenda Hugar.
Við hæfi er að vekja athygli á því að Hugur er nú kominn af táningsskeiði og
verður tvítugur á árinu 2008.1 tilefni þessara merku tímamóta hyggst ritstjóri gera
allt sem í hans valdi stendur til að koma næsta hefti út á sjálfu afmælisárinu og
hvetur því heimspekinga nær og fjær að senda inn framlög hið fyrsta. Ennfremur