Hugur - 01.01.2008, Side 15
Heildarsýn og röksemdir
13
vitið verður í askana látið“ gangi ekki upp og sé raunar fyrir neðan virðingu
manna.
Varðandi menntun virðistpað almennt vera hluti af starfi heimspekinga að kenna við
háskólastofnanir...
Það er nú svolítið misjafnt. A okkar dögum er það svo, það á a.m.k. við um lang-
flesta. Þó er þetta dálítið að breytast með tilkomu alls konar hagnýtrar heimspeki.
Nú finnast ýmis störf fyrir heimspekinga sem felast ekki í háskólakennslu. Sögu-
lega séð voru fyrstu heimspekingarnir ekki kennarar, a.m.k. ekki formlega séð, ekki
einu sinni Sókrates. Platon og Aristóteles urðu það og lengi fram eftir má segja
að sú hafi verið reglan frekar en hitt að heimspekingar hafi kennt eitthvað við æðri
menntastofnanir. En svo í upphafi nýaldar voru allir stóru mennirnir allt í einu
ekki kennarar, a.m.k. ekki að aðalstarfi. Descartes var ekki kennari, ekki Locke,
ekki Spinoza, ekki Pascal, ekki Hume. Sartre, til dæmis, var það varla heldur, nú
eða Kierkegaard eða Nietzsche. Þetta gengur í bylgjum.
Enpú kennir erpað ekki?
Ég kenni.
Hefurðu einhverja kennslufræði í tengslum viðpað?
Ég er nú ekki með neina merkilega kennsluheimspeki, en það er eitt sem ég reyni
að gera. Þegar ég kenni, sérstaklega lengra komnum, þá erum við oftast að lesa
texta og ég nota einfaldlega aðferð sem hefur verið notuð síðan í fornöld: að lesa
textann frá orði til orðs. Og ef hann er of langur þá sleppi ég frekar alveg ein-
hverjum köflum - ekkert hundavað. Svo reynum við að skilja allt í umræðum og
rökræðum.
Hverjufinnstpérpetta skila?
Ja, ég lærði að vinna svona, í Princeton fyrst og fremst, og finnst þetta eiginlega
vera eina leiðin til að komast almennilega inn í texta. Það gerir þetta enginn ann-
ar þarna í háskólanum í Osló. En ég veit að krökkunum finnst þetta yfirleitt stór-
skemmtilegt og hafa sum sagt að í fyrsta skipti á ævinni hafi þau fattað hvað það
væri að lesa.
Lesiðpiðpájafnvel bara eina setningu í einu?
Það er svolítið misjafnt. Oft fáeinar línur, en ekki meira en svo að maður haldi öllu
í kollinum.
Tiltölulega skýrt oggreinilega?
Já. [Hlær]