Hugur - 01.01.2008, Síða 22
20
Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
heiminn. I Sójistanum eftir Platon eru nefndar fimm frummyndir sem er gefið í
skyn að séu fyrstar,primerar, og það eru hreyfing og kyrrstaða, samsemd og mis-
munur og veran. Og þessa hreyfingu - hann notar sama orð og Platon, kinesis -
túlkar Plótínos í ljósi kenningar Aristótelesar um energeia sem er þetta sem ég
kallaði virkni áðan þegar ég talaði um tvöfalda virkni. Þannig að hreyfingin eða
virknin er hugsunin sjálf, hugsunarathöfnin. Kyrrstaðan felst í því að þegar eitt-
hvað er hugsað þá staðnæmist hugsunin við ákveðið viðfang. Veran er svo viðfang-
ið sjálft, „ég verandi“. Hver þessara fimm grunnhugmynda gerir ráð fyrir hinum.
Það er sem sagt ekki hægt að hafa veru án mismunar, samsemdar o.s.frv. Og eins
með allar hinar þannig að þær koma alltaf sem einn pakki.
Erupettapá einufrummyndirnar sem felast íhuganum?
Ja, þær fellast allavega allar í huganum og eru allar einhvers staðar að verki í þessari
fyrstu hugsun.
Ipessari einu setningu: ég er?
Já. Og svo heldur hann sem sagt að af þessu leiði allar aðrar frummyndir. Hvernig
sú útleiðsla á sér stað er hann mjög myrkur um og ég reyni ekki að skýra.
Þær eru samt til staðar, náttúrlega hvorki í rúmi né tíma, en samt til staðar í hug-
anum?
Já, þegar búið er að hugsa þessa einu fyrstu hugsun og þar með allar þessar fimm
frummyndir þá er öll veröldin á vissan hátt komin. Allar fimm eru mikilvægar en
ég vildi benda sérstaklega á mismuninn. Þetta hugtak um mun er lykilatriði hjá
Plótínosi og kannski næstum því annað orð yfir margbreytni. Að minnsta kosti
virðist mismunur liggja allri margbreytni að baki. Og þetta er hugmynd sem hann
hefúr frá Platoni, sérstaklega úr Sófistanum, og notar mikið. Þetta er önnur plótínsk
hugmynd sem gengur aftur, ef svo má segja, til dæmis í Derrida ...
... ogDeleuze.
Já-
Erpar um að ræða áhrifPlótínosar íeinhverjum skilningi ápessa nútímaheimspekinga
eða...?
Á Derrida alveg tvímælalaust.
Hann hefurpá lesið Plótínos?
Það er ég næstum því viss um. Eg hef nú ekki gert neina ítarlega leit, en t.d. í
gamalli ritgerð frá í kringum 1970 („Ousia et grammé") vísar hann til Plótínosar
í sambandi við hugtakið um spor.