Hugur - 01.01.2008, Side 37
Að skilja heimspeking
35
fyrir andstæðinga sína; hún mistókst eins og vonlegt var, og eftir það svaraði Sartre
yfirleitt ekki gagnrýni sem hann taldi að sprytti annað hvort af misskilningi á
heimspeki hans eða af því að menn hefðu aðra grundvallarsýn á manneskjuna og
heiminn og gætu ekki séð það sem hann er að reyna að sýna í heimspekiritum
sínum.
Sartre leit svo á að á hverjum tíma væri tiltekin yfirgripsmikil hugmyndafræði
ríkjandi og að á árunum eftir seinni heimsstyrjöld væri það marxisminn. Hug-
myndafræði merkir hér samsafn eða kerfi tiltekinna hugmynda sem hópar fólks
ganga að sem vísu og nýta sér í lífsbaráttu sinni með ýmsum hætti, en aðrir hópar
eru andsnúnir og berjast gegn eftir mætti. A hinn bóginn er heimspeki, að dómi
Sartres, fræðileg viðleitni til að öðlast algildan, persónulegan skilning á heiminum.
Þessi greinarmunur byggist á því að skynsemin beitir sér gagnvart hugmyndum á
tvo ólíka vegu, annars vegar hugsar hún um hvað er satt og rétt í hugmyndum
okkar, hins vegar um það að nýta hugmyndirnar í einhverju skyni hvort sem þær
eru sannar eða réttar. Heimspeki snýst um hið fyrra, hugmyndafræði um hið síð-
ara.
En ég vil nefna að lokum annan greinarmun sem kann að skipta miklu máli til
að skilja fjölbreytni heimspekinnar og hvers vegna hún er og verður persónulegt
ævintýri. Það er munurinn á forskilningi okkar á heiminum og svo hinum heim-
spekilega skilningi. Þessum greinarmun má ekki rugla saman við ofangreindan
mun á hugmyndafræði og heimspeki. Forskilningur okkar á heiminum er órofa
tengdur reynslu okkar af veruleikanum sem við tökum mið af þegar við forum að
iðka heimspeki. Hugmynd mín er sú að það séu viss einkenni þessa forskilnings
sem skipti höfuðmáli til að skilja heimspeking, hver sem hann er.
Af hverju fer fólk að stunda heimspeki? Af því að reynsluheimur þess er því
óskiljanlegur, þess vegna vill það reyna að skilja heiminn í nýju ljósi og fer að
stunda heimspeki í samræðu við aðra. En heimurinn er ekki óskiljanlegur á einn
veg, heldur marga vegu - og það er einmitt þess vegna sem heimspekin er ekki ein
heldur mörg. Til að skilja heimspeking er fyrsta skrefið að reyna að átta sig á því
á hvaða hátt heimurinn er honum upphaflega óskiljanlegur - og hér skipta höfuð-
máli sögurnar af heiminum, sögur fullar af óskiljanlegri speki um heiminn, sem
hinn verðandi heimspekingur hefur fengið að kynnast. Sumir sem uppgötva í
bernsku óskiljanleika heimsins verða aldrei samir eftir. Heimspekin hefiir vafalaust
verið fundin upp til að koma þeim til sáluhjálpar.'5
15 Grein þessi er unnin upp úr erindi sem haldið var á málstofu um heimspekisögu á Hugvís-
indaþingi 3. nóvember 2006. Eg þakka Geir Sigurðssyni ýmsar góðar ábendingar við upp-
haflegt erindi.