Hugur - 01.01.2008, Page 49
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 47-69
Jón Á. Kalmansson
Siðferði, hugsun
og ímyndunarafl
Inngangur: Hvað er siðferðilegyfirvegun?
Ef það er rétt hjá mér að einungis sé hægt að myrða fólk með fuUan rétt
til lífs og ef skilyrði þess að vera persóna eru eins og ég hef lýst þeim, þá
leiðir augljóslega af því að dráp á nýfæddu barni er ekki morð. Af því
leiðir á hinn bóginn ekki að nýburadráp séu leyíileg. Fyrir því eru tvær
ástæður. I fyrsta lagi væri jafnan rangt, að minnsta kosti í þessu landi og
á þessu tímabili í sögunni, að drepa nýbura vegna þess að jafnvel þótt
foreldrar vildu hann ekki og liðu ekki fyrir það væri honum eytt þá er til
annað fólk sem vildi gjarnan taka við honum. Þetta fólk yrði að öllum
líkindum svipt mikilli ánægju ef nýburanum yrði eytt. Nýburadráp er þess
vegna rangt af svipuðum ástæðum og þeim sem valda því að það er rangt
að eyðileggja að ástæðulausu náttúrulegar auðHndir eða mikil listaverk. I
öðru lagi hefur fólk, að minnsta kosti í þessu landi, mætur á nýburum og
kysi miklu fremur að haldið yrði yfir þeim verndarhendi, jafnvel þótt
fósturforeldrar væru ekki strax til reiðu.
Þessa tilvitnun er að finna í eftirmála við grein um fóstureyðingar eftir heim-
spekinginn Mary Anne Warren.1 Warren hafði fært rök fyrir því í greininni að þar
eð fóstur sé ekki persóna þá hafi það ekki rétt til lífs. Frá þeirri forsendu kemst
hún meðal annars að þeirri niðurstöðu að „ekki væri í sjálfu sér ósiðlegt fyrir konu
sem komin væri sjö mánuði á leið að fara í fóstureyðingu til þess eins að þurfa ekki
að fresta ferð til Evrópu" (19). Warren segir í eftirmálanum að margir hafi bent á
að röksemdir hennar fyrir réttmæti fóstureyðinga réttlæti ekki aðeins fóstureyð-
ingar heldur einnig barnamorð, þar eð nýfædd börn séu litlu meiri persónur,
Mary Anne Warren, „On the Moral and Legal Status of Abortion", í Thomas A. Mappes og
Jane S. Zembaty (ritstj.), Social Ethics. Morality and Social Po/icy, New York: McGraw-Hill
1987, s. 14-21.