Hugur - 01.01.2008, Síða 64

Hugur - 01.01.2008, Síða 64
62 Jón A. Kalmansson mæti eru nátengd vitundinni um veruleikann, þar á meðal veruleika langana okkar. Að fá hversdagslegar þarfir sínar uppfylltar er forsenda þess lifa af, og fiillnæging langana skapar gjarnan ánægju. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fullnæging þarfa og langana getur verið misjafnlega djúp og þýðingarmikil reynsla. Það er í vitund okkar sem slík virkni öðlast merkingu.32 Schopenhauer segir á einum stað að því hærra stigi sem vitundin hafi náð því skýrari og samtengdari séu hugsan- irnar og hugmyndirnar, því ljósari séu skynjanirnar, því dýpri séu tilfinningarnar. I krafti hennar „öðlast allt meiri dýpt: tilfinning, depurð, gleði og sorg. Venjulegir moðhausar eru ekki einu sinni færir um raunverulega glaðværð: þeir lifa í sljóu tornæmi“.33 Það er með öðrum orðum komið undir eiginleikum sjálfrar vitundar okkar - hverju við veitum athygli og hvernig, hve vakandi við erum fyrir því sem ber fyrir okkur - að hve miklu leyti reynsla okkar getur öðlast merkingu og mikil- vægi, alvöru og dýpt. Þess vegna eru verðmæti „alls staðar nálæg í vitundinni“, svo notað sé orðalag Iris Murdoch.34 Þau eru möguleiki hugsunarinnar sem hugsunin sjálf getur gert að veruleika. Allt veltur á því hvernig hlutunum er gefinn gaumur. Augað er blint fyrir því sem hugurinn ekki sér, hefur ekki verið þjálfaður til að nema. I kjölfar langrar reynslu og mikillar vinnu tökum við gjarnan að veita hlut- um athygli á annan og fyllri hátt en áður og þeir öðlast nýja og dýpri merkingu fyrir okkur. Sé haft í huga að hugsunin er alltaf öðrum þræði slungin undrun skýrast tengsl hennar við verðmæti og ánægju enn frekar. Sú tilfinning sem líklegust er til að fylla huga þess sem kann að undrast gagnvart veruleikanum er þakklæti. Viðhorf þess sem undrast gagnvart því sem vekur undrun hans er h'kast viðhorfi þess sem fær óvænta og dásamlega gjöf. Honum hlotnast eitthvað sem hann bjóst ekki við, sem hann gekk ekki að sem „gefnu“, heldur féll í hans skaut eins og gjöf eða ótrú- legt lán. Okkur þarf því ekki að koma á óvart að sögnin að „hugsa“ eða „þenkja“ skuli orðsifjalega vera náskyld sögninni að „þakka“. Sá sem gerir sér tilvistina ljósa getur fyllst lotningu andspænis henni og kann að vilja sýna þakklæti sitt í verki, til dæmis með því að reyna, líkt og Sókrates, að rannsaka líf sitt og kasta því þar með ekki á glæ. Og þetta er sama þakklætisviðhorf og kann að vera veigamikil forsenda þess að við kunnum að meta hlutina að verðleikum og njóta þeirra sem skyldi. Prófsteinn alhar hamingju er þakklæti, segir Chesterton, og á meðal annars við að forsenda þess að geta notið sé að líta svo á að það sem maður nýtur sé óverð- skuldaður glaðningur. Ekkert spillir lífsgleðinni meira en tilætlunarsemi, kröfu- harka og eilífur samanburður. „Það eru fíflar og sóleyjar í garðinum“, hugsum við, „og hvað með það? Minn garður bliknar við hliðina á garði nágrannans“. Vilji 32 Ljóðskáldið RainerMaria Rilke segir: „Menn hafagertjafnvelþað að matast að einhverju öðru. Annars vegar hafa þeir gert það að skorti, hins vegar að ofgnótt. Þeir hafa gert ógreinilegt hið einstaka við þessa þörf. Og allar djúpar einfaldar nauðsynjar sem endurnýjun lífsins byggist á hafa á sama hátt hjúpast þoku og mistri". Letters to a Young Poet, þýð. M.D. Herter Norton, New York: W.W. Norton 1993, s. 36. 33 Arthur Schopenhauer, 7he World as Will and Representation, 2. bindi, þýð. E.F.J. Payne, New York: Dover 1966, s. 281. 34 Sjá til dæmis bók hennar Metaphysics as a Guide to Morals, London: Chatto Sc Windus 1992,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.