Hugur - 01.01.2008, Page 75

Hugur - 01.01.2008, Page 75
Hagtextinn 73 borð við „framboð og eftirspurn skal ráða verði“ og „réttmætt er að hámarka gróða og lágmarka kostnað“. Vel má vera að þessar leikreglur séu orðnar að hefð, menn fylgi þeim umhugsunarlaust eins og öðrum hefðgrónum leikreglum.8 Þrautalendingin kann að vera sú að telja hagfræðilögmál líkindalögmál en lög- málsskýringar út frá líkindum eru firnaalgengar í nútíma eðlisfræði. Dæmi um líkindalögmál er lögmálið sem kveður á um að helmingslíkur séu á því að tiltekin eind af hinni geislavirku samsætu kolefni C-14 brotni niður á 5730 árum. En athugið að við getum ákvarðað líkurnar nákvæmlega. Ef 1000 eindir af kolefni C-14 myndast um leið má ætla að helmingur væri horfinn innan 5730 ára (t.d. Jakobsen 1996,175-178). Gagnstætt þessu getum við tæpast talfest líkurnar á því að hækkun verðs leiði til aukinnar eftirspurnar. Þar sem slík talfesta á að vera aðall hagfræðinnar hjálpa líkindalögmál henni h'tið. Reyndar bendir margt til þess að hagfræðin þjáist af ofurtrú á talfestu, réttara sagt á stærðfræði. Hagfræðingurinn Mark Blaug segir að starfssystkini sín hafi ætlað sér að læra af eðlisfræðingum hvað beitingu stærðfræði varðar en hegði sér í raun eins og þau væru hreinræktaðir stærðfræðingar. Hrein stærðfræði hefur ekkert með reynsluheiminn að gera en hagfræði hlýtur að eiga að vera raunvísindi (Blaug 19983). Þessi „ofurstærðfræðivæðing" hafi leitt til þess að hagfræðingar dagsins í dag skilji markaðinn verr en karlar á borð við Adam Smith sem enga stærðfræði kunni! (Blaug 1997,4). Blaug snýr út úr gömlum brandara um kynfælni Breta og heimfærir upp á þá viðbrögðin: „No reality please, we’re economists". Menn stundi hagfræði hagfræðinnar vegna og verji jafnvel slíka iðju með póst- módernískum frösum um að veruleikinn sé hvort eð er ekki til. Hinn Poppersinn- aði Blaug bætir því við að kenningar hagfræðinnar séu ekki afsannanlegar og því ekki vísindalegar (Blaug 1998^). Ekki fylgir sögunni hvort Blaug er undir áhrifum frá hinum Poppersinnaða þýska hagfræðingi og heimspekingi Hans Albert en hann sagði fyrir margt löngu að hagfræðikenningar væru óhrekjanlegar (Albert 1965,406-434). Athugið að styrkur eðlisfræðinnar er að margra hyggju fólginn í lögmálsskýr- ingum sem einkennast af stærðfræðilegri nákvæmni og hafa um leið viss jarð- tengsl.9 Jarðtengslin vantar einatt í tilraunum hagfræðinga til að beita lögmáls- skýringum þótt ekki skorti hana stærðfræðilega nákvæmni. Oðru nær. Reyndar telur heimspekingurinn Alexander Rosenberg að hagfræðin sé ná- frænka flatarmálsfræðanna, stærðfræðileg í eðli sínu og því engin leið að krefja hana um jarðtengsl. En hann gefúr í skyn að reynslan muni kannski geta skorið úr um ágæti hagfræðinnar rétt eins og athuganirnar sem staðfestu afstæðiskenn- inguna sýndu fram á að hin evklíðska rúmfræði hefði ekkert með reynsluheiminn að gera. Áður trúðu margir því að evklíðska rúmfræðin væri vísindi rúmsins en 8 Geir Sigurðsson ritstjóri benti mér á þennan möguleika. 9 Með þessu er ekki sagt að við getum vitað með öruggri vissu hvort eðlisfræðin hafi slík jarðtengsl. Kannski er heimsmynd eðlisfræðinnar blekking. Ekki er heldur hægt að útiloka að nákvæmni sé algerlega afstæð við virknishætti. Kannski er ein gerð nákvæmni við hæfi í eðlisfræði, önnur í mannfræði og sú þriðja í skáldskap. En athuga ber að hagfræðingar vilja flestir hverjir líta á hagfræðina sem virknishátt af sama tagi og eðlisfræðin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.