Hugur - 01.01.2008, Side 79

Hugur - 01.01.2008, Side 79
Hagtextinn 77 leyndardóma þess. Hann býr yfir kunnáttu, ekki eiginlegri þekkingu. Frumsmiður kenningarinnar um þögla þekkingu var ungversk-breski hugsuðurinn Michael Polanyi (1958). Hann lagði gjörva hönd á margt, þ.á m. hagfræði, og sneri Friedrich von Hayek til trúar á þögla þekkingu.'1 En þeir félagar sáu ekki að ef þögul þekking er grundvöllur efnahagslífsins þá kann að vera illmögulegt að finna efnahagsleg lögmál. Verkkunnátta verður ekki gripin í almennum, ófrávíkjanlegum reglum en lögmál eru náttúrulega ófrávíkjanlegar reglur. I þriðja lagi kann hagfræðin að vera ung og óþroskuð fræðigrein, á svipuðu stigi og eðlisfræðin var um aldamótin 1600. Það er ekki fyrr en þeir Galíleó og Newton komu til skjalanna að hægt var að tala um alvöru lögmálsskýringar í eðlisfræði. En þessi rök eru ekki nema í meðallagi sannfærandi. Alger bylting varð í eðlisfræði á fáeinum áratugum á sautjándu öld. Undir lok aldarinnar hafði eðlisfræðin upp á að bjóða kennikerfi með töluverðu forspárgildi. Hagfræðingar hafa ekki komist nándar nær svona langt á síðustu tvöhundruðogfimmtíu árunum. I fjórða lagi er vel mögulegt að allir viðburðir í mannheimum séu einstakir og sérstakir með þeim hætti að ekki sé frjótt að fella þá undir lögmál. Benjamin Ward segir að til séu efnahagsleg lögmál en þau séu ekki algild, heldur bundin stað og stund. Ward staðhæfir að svo mikill munur sé á bandarísku efnahagslífi nútímans og þess á millistríðsárunum að segja megi að önnur lögmál gildi í dag, þ.e. árið 1972 (Ward 1972,50-54). Við höfum þegar uppgötvað að önnur lögmál virðast gilda á frjálsum, for-módern markaði en á nútíma kapítalískum markaði. Eins og gefið var í skyn telur hefðbundin hagfræði sig geta firndið altækar lögmálsskýringar sem hafnar séu yfir stað og stund. I fimmta lagi kann hagkerfið að vera miklu flóknara en þau efniskerfi sem eðlisfræðingar rannsaka. Það kunni að gera beitingu lögmálsskýringa í hagfræði erfiðari en í eðlisfræði. Heimspekingurinn Daniel M. Hausman eignar John Stuart Mill þessa skoðun og virðist sama sinnis. Hausman segir rangt að forspár hagfræðinnar hafi ekki skánað á síðustu hundrað árum. Rétt eins og Mill telur hann hagfræðina vera afleiðsluvísindi. Frumhæfingarnar sem afleiðslan byggir á sækir efnivið sinn að miklu leyti til daglegrar reynsluþekkingar. Samt kemur reynslan ekki beint við sögu hagfræðinnar vegna þess hve flókið viðfangsefnið sé (Hausman 1993,275-287). En ýmsir merkir spekingar, þeirra á meðal Karl Popper, hafa bent á að að ekkert sé flókið eða einfalt í sjálfu sér heldur ráði sjónarhorn miklu um hvað teljist einfalt eða flókið. Popper bendir á að þegar grannt er skoðað séu til ferli í efnisheiminum sem frá gefnu sjónarmiði geta talist firna flókin, t.d. fall tiltekins laufblaðs á tilteknu augnabliki. Þess vegna sé ekki hægt að afsaka lítið gengi félagsvísindanna með því að þau fáist við geysiflókin viðfong. Félagsvís- indamönnum væri nær að læra af eðlisfræðingum sem horfa framhjá flóknum einstökum viðburðum en sértaka frá þeim þess í stað (Popper 1957,I2)- Vandinn er sá að þetta hafa hagfræðingar einmitt reynt með ekki alltof góðum árangri. Kostirnir sem við höfum virðast tveir: Annað hvort er rangt að sjónarhorn ráði því hvað telst flókið og að hagkerfið sé í raun og sanni flóknara en efniskerfið. Þessi 13 Um þögla þekkingu og frjálshyggjuhagfræði, sjá Hannes H. Gissurarson 1997,390.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.