Hugur - 01.01.2008, Page 80
78
Stefán Snœvarr
staðreynd geri hagfræðingum erfitt um vik þegar lögmálsskýringar eru annars
vegar. Eða þá hafa Popper og félagar á réttu að standa en óþekktur þáttur X valdi
því að hagfræðingum gengur illa að beita lögmálsskýringum.
I sjötta lagi kann þetta að þýða að skilnings- eða túlkunarhagfræði séu góðir
kostir. Við munum sjá í næsta kafla að slík hagfræði kann að vera lausn á þeim
vanda sem erfiðleikarnir við að finna almennilegar lögmálsskýringar skapa.
Hagkerfið sem texti
Við skulum nú ræða hugmyndina um skilningshagfræði og náið skyldmenni
hennar, túlkunarhagfræðina (interpretive ítowowiaj.Túlkunarhagfræðingar flokk-
ast undir „andhreintrúarhagfræðinga" (heterdox economists) ásamt „eftir-einhverfu ‘
hagfræðingunum og fleira illþýði. Helstu forsprakkar túlkunarhagfræðinnar voru
hagfræðingarnir Don Lavoie og Ludwig Lachmann. Þeir vildu tengja frjáls-
hyggjuhagfræði hins austurríska skóla þeirra Mises og Hayeks við túlkunarfræðina
(Lavoie 1990,1-19; Lachmann 1990,134-146).14 Lachmann taldi að markmið hag-
fræðinnar væri ekki að finna orsakaskýringar heldur gera efnahagslífið skiljanlegt
(intelligible) (Madison 1990, 40). Samt útiloka túlkunarhagfræðingar á borð við
hann ekki lögmálsskýringar. Slíkar skýringar geta verið tæki til að bæta túlkanir
okkar en skilningur er samt alltaf takmarkið (Madison 1990,44-49; Ebeling 1990,
I77-I94).'5 Þekking á genum Nonna kann að auka skilning minn á staðhæfingu
hans en kemur ekki í staðinn fyrir hann. Enn einn túlkunarhagfræðingurinn.Tom
G. Palmer, tengir hugmyndir túlkunarfræðingsins Hans-Georgs Gadamer við
hinar austurrísku hugmyndir um markaðinn. Túlkun er að mati Gadamers sam-
ræðulíki. Þegar við túlkum texta er eins og við tölum við hann, það er sem við
spyrjum „hvað merkir þú?“ og textinn „svarar", gjarnan með tvíræðum athuga-
semdum. Við sjálf erum samfella samræðna, túlkunar og hefða, túlkun skapar
manninn (Gadamer 1990,312-317; sjá líka Warnke 1987). Palmer bætir við að mark-
aðurinn sé sömu ættar, markaðsheimurinn er þrunginn merkingu sem kaup-
sýslumenn og hagfræðingar verði að túlka. Gerendur á markaði eru eins og þátt-
takendur í samræðu sem reyna að sannfæra hvern annan um ágæti þessarar eða
hinnar vöru. Um leið er markaðurinn sköpunarverk hefða rétt eins og túlkandi
Gadamers.
Það er ekkert nema gott um þetta að segja. En gagnstætt mér stendur Palmer
fastar á því en fótunum að markaðurinn sé sjálfsleiðréttandi (Palmer 1990, 299-
318). Gallinn við þessa kenningu er sú að hún tjáir meint efnahagslegt lögmál, „ef
markaðurinn er frjáls þá mun hann leiðrétta sjálfan sig“. En við höfum séð að
14 Það íylgir sögunni að Don Lavoie daðraði líka við póst-módernismann og taldi afmiðjunar-
áráttu hans í samræmi við hugmyndina um hinn valddreifða, frjálsa markað (Lavoie og
Chamlee-Wright, 2000).
15 Þeir vitna í franska heimspekinginn Paul Ricoeur máli sínu til stuðnings, yfirfæra kenningar
hans um túlkanir á textum á hagfræðina; „að skýra meira er að skilja betur“ („...expliquer
plus, c’est comprendre mieux“), sagði franski hugsuðurinn, og hafði reyndar lögmálsskýringar
formgerðarstefnunnar í huga (Ricceur 1986, 25).