Hugur - 01.01.2008, Page 81
Hagtextinn
79
lögmálsskýringar í hagfræði eru lítils megandi. Auk þess finnst mér ekki frjótt að
líkja sjálfsleiðréttandi kerfi við lifandi samræðu margþættra, illútreiknanlegra ein-
staklinga, allra síst ef maður (Palmer) tekur undir þau orð Gadamers að við getum
ekki vitað hvernig samræða endar. Palmer vill bæði éta kökuna og eiga hana, beita
aðferðum túlkunarfræðanna á hagrænan veruleika en trúa um leið á hagfræðileg
lögmál. Viðhorf hans til aðferðafræða er náskylt minni afstöðu en okkur greinir á
um lögmálshyggju og frjálshyggju.
Samt á ég bágt á með að trúa öðru en Palmer sé jafn efins og ég um ágæti þeirr-
ar gagnrýni sem Hans Albert beinir gegn túlkunarhagfræðinni. Albert tekur m.a.
fyrir þá hugmynd Ebelings að verð sé tákn sem þurfi að túlka. Hann segir að
fremur beri að líta á verð sem einkenni (Symptome) eða merki (Signale). Ef verð á
vöru lækkar skyndilega getur það verið merki um lida eftirspurn. Lækkunin getur
líka verið sjúkdómseinkenni hagkerfisins. En jafnvel þótt verð væri ekkert annað
en tákn nægir það ekki til að vita hvers konar fyrirbæri verð er. Alvöru hagfræð-
ingur vill setja fram orsakaskýringar sem skýra verðmyndun. En eins og fyrr kom
fram hafna túlkunarhagfræðingar ekki orsakaskýringum alfarið svo þessi gagnrýni
þarf ekki að káfa upp á þá. Og eins og Albert ætti að vita manna best þá hafa
orsakaskýringar í hagfræði venjulega ekki mikið upp á sig. Hann hefur jú borið
hagfræðinga þeim sökum að lifa í heimi platónskra hkana og trúa á óhrekjanlegar
kenningar (Albert 1965, 406-434). Ekki er mikið að marka orsakaskýringar sem
ekki er hægt að prófa. Auk þess viðurkennir Albert að orsakaskýringar að hætti
náttúruvísinda eigi ekki við í félagsvísindum. Hann tekur nefnilega undir með
Max Weber sem sagði að orskaskýringar í félagsvísindum yrðu að hafa „merk-
ingarhæfi“ (Sin?tadáquanz).'6 Það þýðir að Albert viðurkennir að skilningur og
túlkun gegni mikilvægu hlutverki í hagfræðinni. Reyndar segir hann eins og
góðum Poppersinna sæmir að hvað sem tauti og rauli beiti menn tilgátu- og að
leiðsluaðferð jafnt við túlkun sem við beitingu lögmálsskýringa (Albert 1994,136-
163). En Albert athugar ekki að jafnvel þótt túlkun fælist í beitingu tilgátu- og
aðleiðsluaðferðar þá sannar það ekki að túlkun sé lögmálsskýring. Það eru engin
rakatengsl milli hugtaksins um tilgátu- og aðleiðsluaðferð annars vegar og hug-
taksins um lögmálsskýringar hins vegar. Hugsanlega mætti beita títtnefndri aðferð
til að skilja viðburði sem ekki verða með nokkru móti felldir undir almennt lögmál:
Eg set fram þá tilgátu að fellibylurinn Katrín hafi orsakast af vængjablaki fiðrildis
í Kólumbíu kl. 10.15,IO- janúar árið 2002. Vængjablakið hafi verið litla lóðið á
vogarskálinni sem olli því að fellibylurinn Katrín skall á. An vængjablaksins hefði
ekkert óveður skollið á en viðburðurinn (fellibylurinn) verður ekki með góðu móti
felldur undir lögmál, a.m.k. samkvæmt kokkabókum óreiðukenningarinnar (sjá
Jakobsen 1996,170-175). Af tilgátu minni má leiða ýmsar prófanlegar staðhæfingar;
ég hef sem sagt beitt tilgátu- og aðleiðsluaðferð til að skýra atburð án þess að vísa
til lögmáls. Af þessu og því sem áður segir má sjá að gagnrýni Alberts á túlkun-
arfræðina missir marks.
16 Skýringarnar verða að „meika sens“, svo beitt sé gullaldaríslensku.