Hugur - 01.01.2008, Page 96
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 94-109
Ólafur Páll Jónsson
Skóli og menntastefna
I. Reitt til höggs
„Það er staðreynd að vísvituð íslensk menntastefna er engin til“ sagði Páll Skúlason
heimspekingur árið 1987, og bætti við að íslenska skólakerfinu væri „stjórnað
stefnulaust og það stefndi út í bláinn".' Páll tekur stórt upp í sig, en ég fæ ekki
betur séð en að hann hafi haft rétt íyrir sér. Og það sem meira er, það er eins og
yfirvöldum menntamála og öðrum sem gætu hafa haft mest áhrif á mótun
menntastefnu fyrir samfélagið, hafi hreinlega sést yfir að slíka stefnu vantaði.
Páll gerir meira en að höggva í bresti samfélagsins, hann fjallar líka um hvað það
er sem vantar, þ.e. í hverju skortur á menntastefnu er fólginn. I þessa veru eru
eftirfarandi orð:
Eitt höfúðmarkmið menntakerfisins blasir við: stjórnmálamenntun þegn-
anna. Ef lýðræðisríki á í hlut, hlýtur þetta markmið að hafa forgang í
menntakerfinu (333).
Og síðar í sömu efnisgrein:
I lýðræðisþjóðfélagi hlýtur höfuðmarkmið stjórnmálamenntunar að vera
að aga og þjálfa með þegnunum sjálfstæða gagnrýna hugsun. Ef stefnt er
að þessu markmiði hefur það víðtækar afleiðingar fyrir menntakerfið í
heild. Hinir almennu skólar eiga ekki og mega ekki líta á það sem hlut-
verk sitt að skila nemendunum út í þjóðlífið í því skyni einu að þeir verði
þar hæfir til að ganga inn í tiltekin störf. Jafnvel sérskólar, sem hafa það
yfirlýsta markmið að mennta fólk til tiltekinna starfa, verða að rækja hina
lýðræðislegu skyldu: að gera nemendur sína hæfari til að gegna þegn-
legum (eða stjórnmálalegum) skyldum sínum með því að þjálfa sjálfstæða
dómgreind þeirra og efla skilning á málefnum samfélagsins. Höfuð-
i Páll Skúlason, „Menntun og stjórnmál“, Pœlingar, Reykjavík: Ergo 1987, s. 331 og 337.1 fram-
haldinu mun ég vitna í þessa grein Páls í meginmáli með blaðsíðutali í sviga.