Hugur - 01.01.2008, Page 100
98
Ólafur Páll Jónsson
ar, þeim mun mikilvægara er að hafa skýrar hugmyndir um hvað reynsla
er. Ef skilningur manna á reynslu leiðir ekki til þess að mótuð sé áætlun
um námsefni, um kennsluaðferðir og aga, um námsgögn og búnað og
félagslegt skipulag skólans þá svífúr hann algerlega í lausu lofti.7
Einhverjum kann að finnast það sem Dewey segir hér næsta augljóst, en dæmin
sanna að það er ekki augljósara en svo að það virðist hafa farið gjörsamlega fram
hjá íslenskum menntayfirvöldum. Kaflinn „Markmið og markmiðssetning" í
almenna hluta Aðalnámskrárgrunnskóla frá 1999 hefst á eftirafarandi orðum:
Skýr markmið eru grundvallarþáttur skólastarfs. Markmið eru leiðarvísir
í öllu skólastarfi og forsenda áætlanagerðar um nám og kennslu. Þau stýra
kennslunni og námsmatinu og eru grundvöllur mats á gæðum skóla-
starfs.
Litlu neðar segir svo:
Eðli lokamarkmiða er að gefa heildarmynd af því sem stefnt er að í
kennslu einstakra námsgreina í grunnskólanum. Lokamarkmið skýra
almennan tilgang náms og lýsa því sem skólar eiga að stefna að og því
sem nemendur eiga að hafa tileinkað sér að loknu lögbundnu skyldunámi.
I námskránni eru lokamarkmið greind niður í áfangamarkmið sem aftur
eru greind í þrepamarkmið.8
Um áfangamarkmiðin er svo enn fremur sagt:
Aðalnámskráin gerir ráð fyrir því að áfangamarkmið verði meginviðmið
í öllu skólastarfi. Áfangamarkmiðum er deilt niður á þrjú stig. I fyrsta lagi
er um að ræða áfangamarkmið eftir nám í 1.-4. bekk, í öðru lagi eftir nám
í 5.-7. bekk og að síðustu áfangamarkmið eftir nám í 8.-10. bekk. Afanga-
markmiðin gefa heildarmynd af því sem ætlast er til að nemendur hafi
almennt tileinkað sér við lok áfanganna. Áfangamarkmiðin eru þannig
orðuð að tiltölulega auðvelt á að vera að mæla eða meta hvort eða að
hvaða marki þeim hefur verið náð. Afangamarkmið mynda einnig grund-
völl lögboðinna samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk
og samræmdra prófa við lok grunnskóla.9
Lítum nánar á hvað hér er á ferðinni. I fyrsta lagi er vert að taka eftir því að sam-
kvæmt tilmælum námskrárinnar þá eiga „áfangamarkmið [að verða] meginviðmið
í öllu skólastarfi", og þau eiga að vera svona viðmið með því að „gefa heildarmynd
af því sem ætlast er til að nemendur hafi almennt tileinkað sér við lok áfanganna".
7 Sama rit, s. 38.
8 Aðalnámskrágrunnsköla: Almennur hluti, s. 23.
9 Sama rit, s. 24.