Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 103
101
Skóli og menntastefna
Þótt grundvöllur greinarmunarins á menntun og fræðslu sé umdeildur þá virðist
mér að innan heimspekinnar varði sá ágreiningur hvernig beri að gera slíkan grein-
armun frekar en hvort hann eigi rétt á sér. I greininni „Að kenna dygð“ segir
Kristján Kristjánsson m.a.:
Eg hef hamrað á því sí og æ, í ræðu og riti, að hlutverk menntunar sé að
gefa sem flestum kost á að ná sem mestum þroska, að verða sem best
eintök af tegundinni maður, miðað við þá möguleika sem búa í hverjum
og einum. Sh'kt sé kjarni hins góða lífs. Föðurhús þeirrar kenningar eru
augljóslega aristóteh'sk. Sama gildir um þá hugmynd að menntun eigi að
felast í alhhða þroska bókvits, verksvits og siðvits: hugmynd sem þó hefur
birst í ýmsum myndum hjá sporgöngumönnum Aristótelesar. Ég hef
áður leyft mér að ýja að því að siðvitið (það er siðferðis-, tilfinninga- og
félagsþroski) kunni að hafa mætt afgangi í íslenska skólakerfinu vegna
ofuráherslu á bókvitið - og í minna mæli á verksvitið.13
Hér birtist skilningur Kristjáns á menntun sem alhliða þroska bókvits, verksvits
og siðvits og í umkvörtun sinni um ofuráherslu íslenska skólakerfisins á bókvit,
sem reiðir sig á fræðilega skynsemi, á kostnað siðvits (og verksvitsins) sem byggist
á verklegri skynsemi, virðist mér hann vera sammála mér og Páli um að á Islandi
skorti menntastefnu.
Hjá Immanuel Kant tekur greinarmunurinn á menntun og fræðslu á sig nokkuð
aðra mynd en hjá Kristjáni, þótt megindrættirnir séu ekki sérlega frábrugðnir. I
inngangi að bókinni Um menntunarfræði (fjber Pádagogik, 1803) segir Kant að
dómgreindin sé lykilatriði í eiginlegri menntun.
Uppeldislistin eða menntunarfræðin verður að fela í sér dómgreind, ef
hún á að þróa mannlega náttúru með þeim hætti, að hennar raunverulegu
eiginleikar komi fram.14
Nokkru síðar segir Kant svo:
Greind elur af sér vitleysu sé dómgreindin ekki til staðar. Skilningur er
þekking á hinu almenna. Dómgreind er beiting hins almenna á hið ein-
staka. Skynsemi er mátturinn sem er fólginn í því að sjá tengsl hins al-
menna og hins einstaka.15
Hér hefúr Kant sett skilning, dómgreind og skynsemi í innra samhengi. Af þessu
mætti kannski draga þá ályktun að hann telji menntun fólgna í því að öðlast skyn-
semi frekar en að rækta einbera greind eða skilning. En slík ályktun væri ekki rétt
13 Kristján Kristjánsson, „Að kenna dygð“, Af tvennu illu, Reykjavík: Heimskringla 1997, s. 220.
14 Immanuel Kant, Uber Padagogik, Akademie-Ausgabe, bindi IX, s. 447. Heildarútgáfa á verkum
Kants er aðgengileg á vefnum hjá Das Bonner Kant-Korpus. http://www.ikp.uni-bonn.de/kant/
(sótt 3.12.2007).
15 Sama rit, s. 472.