Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 110
108
Ólafur Páll Jómson
Eitt höfuðmarkmið menntakerfisins blasir við: stjórnmálamenntun
þegnanna. Ef lýðræðisríki á í hlut, hlýtur þetta markmið að hafa forgang
í menntakerfinu. (333)
Sú stjórnmálamenntun sem skiptir máli er ekki fyrst og fremst fræðsla um stjórn-
kerfi - um stofnanir, lög og hefðir - heldur menntun sem miðar að því að skapa
lýðræðislegar manneskjur. Vitanlega er mikilvægt að kenna um lýðræði, það gæti
heitið lýðræðisfræðsla, en eldti er gefið að nokkurt magn slíkrar fræðslu stuðlaði
að lýðræði, hvorki sem einstaklingsbundinni manngerð né pólitískum veruleika.
Ekki frekar en að nokkurt magn dygðafræðslu gerði menn endilega dygðuga.
Vandinn er ekki sá að nemendur í skólum hafi ekki þroska til að meðtaka og skilja
slíka fræðslu, því hann hafa þeir í ríkum mæli, heldur hitt að slík fræðsla þarf ekki
að breyta viðhorfum nokkurs manns til nokkurs hlutar. Viðfangsefni lýðræðis-
fræðslu er ýmiss konar upplýsingar um mál er varða lýðræði í stóru og smáu, rétt
eins og viðfangsefni heilsufræðslu er upplýsingar um mataræði og heilsufar. Hald-
góðar upplýsingar eru vissulega nauðsynlegar í allri umfjöllun um lýðræði en eins
og aðrar upplýsingar eru þær dauður bókstafur nema fólk sé tilbúið að meðtaka
þær og flétta þær saman við eigin viðhorf og gildi þannig að þær verði aflvaki nýrra
viðhorfa og athafna.
Til viðbótar lýðræðisfræðslunni þarf því að koma til eitthvað sem gerir nem-
endurna, hvort sem þeir eru börn í skóla eða fullorðnir, móttækilega fyrir slíkum
upplýsingum með þeim sérstaka hætti að þær verði lifandi viðfangsefni og raun-
verulegt hreyfiafl. En hver er þessi viðbót? Hún er af tvennum toga. Annars vegar
er hún af toga gilda. Eiginleg lýðræðismenntun leitast við að hafa mótandi áhrif
á gildismat. Þess vegna er skóli sem leggur stund á slíka menntun - en ekki bara
lýðræðisfræðslu - skóli sem lætur gildismat nemendanna koma sér við. Skólinn er
ekki hlutlaus um verðmæti og lífsviðhorf, heldur hlutast hann beinlínis til um
viðhorf og gildismat nemenda.
I öðru lagi verður slíkur skóli að hafa mótandi áhrif á það hvernig nemendur
mynda sér skoðanir og taka afstöðu til ólíkra mála. Lýðræðisfræðslan leggur
nemendum til ákveðnar forsendur að byggja á - hún leggur til forsendur upplýstra
skoðana á málum er varða lýðræði - en til þess að slíkar forsendur verði efniviður
1 upplýstar skoðanir, verða nemendur að temja sér gagnrýna hugsun. Og hér
vaknar því önnur fræg heimspekileg spurning sem ekki verður skilin frá spurn-
ingunni um hvað lýðræðismenntun sé: Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?3'
Gagnrýnin hugsun varðar reyndar ekki lýðræði sérstaklega heldur er hún kjarninn
í allri menntun. En þegar spurningin er hvað menntun sé, frekar en upplýst skoð-
un almennt, þá varðar spurningin um gagnrýna hugsun ekki fyrst og fremst aðferð
við að mynda sér hugmyndir um heiminn, hún varðar einnig viðfangsefni; hún
hefúr nemandann sjálfan að viðfangsefni samhliða öllum þeim ótal viðfangsefnum
31 Sjá t.d. Páll Skúlason, „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?", Pœ/ingar, Reykjavík: Ergo 19871
Mikael M. Karlsson, „Gagnrýni og hugsun", í Róbcrt H. Haraldsson o.fl. (ritstj.), Hugsað tneð
Páli, Reykjavík: Siðfræðistofnun/Heimspekistofnun 2005.