Hugur - 01.01.2008, Side 112
HuGUR | 19. ÁR, 2007 | S. 110-120
Ármann Halldórsson
Sjálfstæð hugsun og
rýnandi rannsókn
Um heimspeki gerendarannsókna1
I skrifum íslenskra heimspekinga um menntun má greina sterka tilhneigingu til
að vara við þeirri þróun að menntun og skólarnir verði tæknihyggju að bráð. Að
menntun sem þroskun æðri þátta mannsandans eigi ekki að fórna á altari tækni-
legra sjónarmiða, að kennsla í bókfærslu og forritun ryðji ekki til hliðar bók-
menntum og heimspeki. Páll Skúlason og Vilhjálmur Árnason velja viðskiptafræði
sérstaklega sem skotspón í þessu sambandi og vitna með velþóknun til erindis
Halldórs Guðjónssonar sem segir að enginn hafi orðið maður af því að fara í við-
skiptafræði, en margir ágætir menn hafi orðið viðskiptafræðingar.2 I skrifum
heimspekinga hefur líka örlað á tortryggni gagnvart nýjungum í skólamálum, t.d.
segir Vilhjálmur að nýi skólinn „ali á frjálslyndi frelsisins vegna“, án þess þó að
tiltaka beinlínis nein dæmi um þennan ljóð á ráði nýjunga í kennsluháttum.3
Kristján Kristjánsson er vafalítið sá heimspekingur sem mest hefur látið frá sér
fara á þessu sviði og segja má að hjá honum umhverfist nefnd tortryggni í virka
andstöðu, enda er hann opinskár málsvari íhaldssamra sjónarmiða í menntamálum.
Kristján er áhugaverður höfundur og með þróttmikinn stíl. Hann fer mikinn í
orðavali og beitir hæðni og tvöfaldri hæðni þannig að oft þarf að hafa sig allan við
til að átta sig á því hvað hann er að fara. Dæmi um þetta má finna í bók hans
Þroskakostum, en fjórði hluti bókarinnar er helgaður menntamálum. Við drepum
1 Þetta orð er tilraun til þýðingar á enska heitinu „action research" og uppástunga Hjörleifs
Fmnssonar. Á íslensku hefur þetta verið kallað „starfendarannsóknir" en auk þess að vera
fremur ljótt orð þá skortir það þá skírskotun sem felst í action á ensku. Sjá umfjöllun síðar í
greininni.
2 Páll Skúlason, „Menntun og stjórnmál" í Pæ/ingar, Reykjavík: Ergo 1987, s. 340; Vilhjálmur
Arnason, „Gagnsemi menntunar", í BroddJ/ugur, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997, s. 28-38. Orð
Halldórs koma úr erindi sem hann flutti 1987 um skýrslu OECD um stöðu menntakerfisins á
fslandi.
3 Sama rit, s. 31.