Hugur - 01.01.2008, Page 122
120
Armann Halldórsson
en þau félagsvísindi nútímans sem þykjast vera raunvísindi og telja sig geta fiindið
lögmál um mannlega hegðun sem séu hlutlaus, algild og hafi forspárgildi. Ger-
endarannsóknir geta staðsett sig með spennandi hætti á mörkum fræða og listar
og nærst á óhjákvæmilegri spennunni milli þessara tveggja sviða.3®
Rannsókn er framleiðsla á þekkingu. Störf kennara, félagsvísindamanna, lista-
manna og heimspekinga fara fram í flóknu og gagnvirku sambandi sem útilokað
er að höndla í einni formúlu; um leið og við einblínum á einn hlut missum við
sjónar á öðrum. Gerendarannsóknir eru heimspekilega áhugaverðar vegna þess að
þær vekja spurningar um eðli þekkingarinnar, eðli sjálfsverunnar og samband
þeirrar síðarnefndu við veruleikann. Þær geta veitt gerendum, á borð við kennara,
von um að ná til sín þekkingu og valdi á starfssviði sínu. Þær munu ekki færa heim
endanlega lausn á ráðgátum mannsandans, en þær geta hreyft við lífi einstaklinga
og verið hluti af viðleitni sem veitir von um að raunverulegar breytingar geti orðið
í menntakerfinu og samfélaginu.39
Abstract
IndepcndentThinking and Reflective Investigation:
The Philosophy of Action Research
This article discusses some philosophical implications and bases for Action Re-
search (AR). AR is a methodology for research wherein practioners research and
reflect on their own practice directly. A brief introduction to the philosophical
discourse on education in Iceland is provided and AR placed within that dis-
course.The roots of AR in the pedagogical theories of Paolo Freire are then dis-
cussed, bringing forth the political dimensions of AR. Then the concept of reflex-
ivity in the theories of Pierre Bourdieu and how they provide an interesting
contribution to the theory of AR is examined. The pragmatic philosophy of John
Dewey, his vision of democracy as a way of life and how this is linked to demo-
cratic education is then dealt with, and it is argued that AR can be an important
part of such a democratic culture, where the elements of theory and practice are
better linked than in the more common hierarchical arrangement. The paper con-
cludes with a brief discussion on how AR makes for a more varied presentation
of research and theory, and how art and science may be more closely connected
in AR than in traditional research.
38 Hér er rétt að slá þann varnagla að hugmyndin er ekki sú að „list“ sé eitthvað frjálst og óheft
fyrirbæri sem geti frelsað okkur frá þurru fræðastagli, einungis að möguleiki sé á fjölbrcyttari
og persónulegri miðlun fræðilegra niðurstaðna. Benda má á hressilega umræðu um stöðu
lista í félagslegu samhengi í grein eftir Hjörleif Finnsson, „Óbærileg stöðnun", í Eiríkur Örn
Norðdahl (ritstj.),Afljðdum, Reykjavík: Nýhil 2005, s. 61-74.
39 Hugmyndin að þessari grein tengist þátttöku í námskeiðinu Nýjungar i kennsluháttum við
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands undir leiðsögn Guðrúnar Geirsdóttur. Eg vil
þakka Bryndísi E. Jóhannsdóttur, Geir Sigurðssyni, Hjörleifi Fmnssyni og Davíð Kristinssyni
fýrir yfirlestur og þarfar ábendingar. Þeim síðasttalda þakka ég aðstoð við heimildaöflun.
Róberti Jack þakka ég fyrir ráðleggingar og skýringar í tengslum við hugmyndir hans um
lífstilraunir.