Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 137

Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 137
Hugsað með Ólafi Páli 135 kostnaður, það er alltaf fórnarkostnaður, maður fær ekkert fyrir ekkert.“ I stríði er líf saklausra borgara líka fórnarkostnaður - og huggunarorðin eru þau sömu. En rétt eins og stríðin í útlöndum, þá hefiir hernaðurinn gegn náttúru Islands vakið reiði og sárindi sem huggunarorðin um fórnar- kostnaðinn hafa ekki náð að sefa (9). Það er ástríða og sannfæringarhiti í þessum orðum, en líka djúp vonbrigði og ef til vill brot af þeirri reiði og sárindum sem orðin vísa til. Orðin sem Ölafiir Páll velur hér bera þess fyrst og fremst vitni hve mikið hjartans mál íslensk náttúra er honum og hve nærri sér hann tekur það að gildi hennar sé ekki metið sem skyldi. Nú kynni einhver að benda á að svo tilfinningaþrungin afstaða höfundar til um- fjöllunarefnis síns hljóti að grafa undan trúverðugleika fræða hans. Slík gagnrýni á að mínum dómi ekki rétt á sér, að minnsta kosti ekki þegar á heildina er litjð. Vissulega beitir Ólafur Páll annað slagið sterku líkingamáli, eins og þegar hann vísar til náttúru íslands með því að segja: „Undanfarin ár hefur verið gengið í skrokk á einum af mínum bestu vinum. Og það er enn verið að. Það er gert með skipulegum hætti en þó í nokkrum flýti. Til stendur að hmlesta hann.“ (185) Það er umdeilanlegt hvort réttlætanlegt sé að líkja framkvæmdum á hálendi Islands við limlestingar. Hæglega má halda því fram að slík myndhverfing hjálpi okkur hvorki að skilja þýðingu náttúruspjalla né ofbeldis á fólki. Sem betur fer dettur engum í hug enn sem komið er að líta ákvarðanir stjórnvalda um Kárahnjúka- virkjun sömu augum og ef ríkisstjórnin hefði boðið út alvarlegar misþyrmingar á völdum einstaklingum. A hinn bóginn verður að hafa í huga að líkingar eru lík- ingar og myndhverfingar eru myndhverfingar; þeim er ætlað að draga fram visst einkenni á fyrirbæri með því að líkja því við annað fyrirbæri sem allir vita að er að öðru leyti óskylt og ólíkt. Það þarf því ekki að vera út í bláinn að tjá hugsanir sínar og tilfinningar andspænis umturnun stórra óspilltra landssvæða með því að líkja því við illa meðferð á vini. Hvort sem við erum sammála eða ósammála Ölafi Páli þá getum við öll sem málnotendur skilið í senn nytsemi og takmarkanir þess að taka svo til orða - á svipaðan hátt og við skiljum til dæmis öll að það þarf enginn að hafa verið barinn þegar sagt er að enginn verði óbarinn biskup. Raunar tekst Olafi Páli ágætlega að sýna fram á hvernig það fer saman að setja fram tilfinningalega afstöðu til viðfangsefnisins, en leggja sig jafnframt fram um að fjalla um það á skýran, málefnalegan og rökstuddan hátt. Þetta er eitt af því sem gefur bók hans úðfrœðilegt gildi. Sjálfur orðar Ólafur þessa tvíþættu viðleitni sið- fræðinnar ágætlega þegar hann segir: Skuldbindingar okkar og gildismat eru þær forsendur sem liggja til grundvallar okkar eigin tilveru - athöfnum okkar og lífssýn. Sem for- sendur eru þessi atriði oft dulin og birtast ekki nema með óbeinum hætti í breytni okkar. Þannig eru forsendur gjarnan. En þótt forsendur fari leynt, eru þær ekki ónæmar fyrir gagnrýninni rannsókn, og sá sem vill lifa ígrunduðu lífi - sá sem vill vera sjálfstæður einstaklingur - verður að taka þessar forsendur til rannsóknar (45).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.