Hugur - 01.01.2008, Side 142
140
Jón A. Kalmansson
Vesturlöndum og víðsvegar um heim. Þessi rökvísi felur í sér gríðarlegt afl til að
hafa áhrif á heiminn til böls og blessunar, til að umskapa veröldina með sívaxandi
framleiðslu og neyslu. Það er þetta afl sem koma þarf á skynsamlegum, lýð-
ræðislegum böndum. Vandinn er hins vegar sá að viðleitni okkar til þess skilyrðist
meðal annars af því að þetta afl hefur áhrif á okkur öll, og mótar að verulegu leyti
verðmætamat okkar, breytni og samfélag. Margt bendir til að þessi áhrif vinni um
margt gegn því að lýðræði fái dafnað og þroskast. Oflugt lýðræði krefst þess til
dæmis að borgararnir hafi tíma til að þroska eiginleika sína, tóm til að hugsa gagn-
rýnið og sjálfstætt um hvað sé eftirsóknarvert, áhuga á því að ráða ráðum sínum
með samborgurum um hvað er til heilla íyrir samfélagið, og vilja til að taka ein-
hvern þátt í opinberu lífi. Raunveruleikinn er á hinn bóginn sá að flest okkar erum
keyrð áfram, og keyrum sjálf okkur áfram, í sókn eftir einhverju allt öðru en því
sem býr í haginn íyrir lýðræði. Og hvað verður um valdið á meðan við erum of
upptekin við annað til að taka það í eigin hendur? Fyrir 50 árum komst Erich
Fromm svo að orði um valdið í nútíma samfélagi í Ihe Sane Society (London:
Routledge, 2002):
Vald á miðri 20. öld hefur breytt um eðli. Það er ekki opinbert vald, held-
ur nafnlaust, ósýnilegt,jjarlcegt vald. Enginn gerir kröfú, hvorki persóna,
né hugmynd, né siðalögmál. Samt hlýðum við öll í sama eða ríkari mæli
en fólk í mjög valdboðshneigðum samfélögum myndi gera. Raunar hefur
enginn vald nema „Það“. Hvað er Það? Hagnaður, efnahagsleg nauðsyn,
markaðurinn, almenn skynsemi, almenningsálitið, það sem „maður“ gerir,
hugsar og finnur. Lögmál hins nafnlausa valds eru eins ósýnileg og lög-
mál markaðarins - og alveg jafn erfitt að koma á þau höggi. Hver getur
barist við hið ósýnilega? Hver getur gert uppreisn gegn Engum? (148)
Ég nefni þetta ekki til að draga kjark úr neinum heldur aðeins til að minna á við
hvaða erfiðleika er að etja vilji maður færa líf sitt og samfélag nær hugsjónum á
borð við sjálfbærni og lýðræði. Bók Ólafs Páls Jónssonar er innblástur fyrir alla þá
sem vilja styrkara og betra lýðræði og vilja leggja sitt af mörkum til að gera sam-
félagið að „samvinnuvettvangi borgaranna fyrir leitina að hinu góða lífi“ (175).
I bókarumfjöllun sem þessari er aðeins hægt að tæpa á örfáum atriðum af þeim
mörgu sem vert væri að skoða. Ólafur Páll hefur til dæmis athyglisverðar hug-
myndir um eignarrétt sem verðskulda nánari skoðun, þótt ekki verði ráðist í hana
hér. I formála bókarinnar lýsir Ólafúr Páll þeirri von að þeir sem lesi bókina sjái
náttúru, vald og verðmæti í nýju ljósi, og að fleiri verði sammála því að fremur eigi
að vernda náttúru landsins en að umbylta henni. Það er metnaðarfúllt markmið
að vilja hafa svo rík áhrif á fólk að sýn þess til veruleikans breytist. Eins og gildir
um svo mörg mikilvæg markmið þá virðist nær útilokað að ná þessu. Engu að
síður tek ég hattinn ofan fyrir Ólafi Páli. Hann leitast við að breyta sýn annarra
með því að skýra sína eigin sýn málefnalega og af sanngirni. Sá sem setur fram og
rökræðir sínar bestu hugsanir um mikilverð málefni gerir sjálfum sér og sam-
ferðarfólki sínu mikinn greiða. Með því gefúr hann okkur hinum altént færi á að