Hugur - 01.01.2008, Side 142

Hugur - 01.01.2008, Side 142
140 Jón A. Kalmansson Vesturlöndum og víðsvegar um heim. Þessi rökvísi felur í sér gríðarlegt afl til að hafa áhrif á heiminn til böls og blessunar, til að umskapa veröldina með sívaxandi framleiðslu og neyslu. Það er þetta afl sem koma þarf á skynsamlegum, lýð- ræðislegum böndum. Vandinn er hins vegar sá að viðleitni okkar til þess skilyrðist meðal annars af því að þetta afl hefur áhrif á okkur öll, og mótar að verulegu leyti verðmætamat okkar, breytni og samfélag. Margt bendir til að þessi áhrif vinni um margt gegn því að lýðræði fái dafnað og þroskast. Oflugt lýðræði krefst þess til dæmis að borgararnir hafi tíma til að þroska eiginleika sína, tóm til að hugsa gagn- rýnið og sjálfstætt um hvað sé eftirsóknarvert, áhuga á því að ráða ráðum sínum með samborgurum um hvað er til heilla íyrir samfélagið, og vilja til að taka ein- hvern þátt í opinberu lífi. Raunveruleikinn er á hinn bóginn sá að flest okkar erum keyrð áfram, og keyrum sjálf okkur áfram, í sókn eftir einhverju allt öðru en því sem býr í haginn íyrir lýðræði. Og hvað verður um valdið á meðan við erum of upptekin við annað til að taka það í eigin hendur? Fyrir 50 árum komst Erich Fromm svo að orði um valdið í nútíma samfélagi í Ihe Sane Society (London: Routledge, 2002): Vald á miðri 20. öld hefur breytt um eðli. Það er ekki opinbert vald, held- ur nafnlaust, ósýnilegt,jjarlcegt vald. Enginn gerir kröfú, hvorki persóna, né hugmynd, né siðalögmál. Samt hlýðum við öll í sama eða ríkari mæli en fólk í mjög valdboðshneigðum samfélögum myndi gera. Raunar hefur enginn vald nema „Það“. Hvað er Það? Hagnaður, efnahagsleg nauðsyn, markaðurinn, almenn skynsemi, almenningsálitið, það sem „maður“ gerir, hugsar og finnur. Lögmál hins nafnlausa valds eru eins ósýnileg og lög- mál markaðarins - og alveg jafn erfitt að koma á þau höggi. Hver getur barist við hið ósýnilega? Hver getur gert uppreisn gegn Engum? (148) Ég nefni þetta ekki til að draga kjark úr neinum heldur aðeins til að minna á við hvaða erfiðleika er að etja vilji maður færa líf sitt og samfélag nær hugsjónum á borð við sjálfbærni og lýðræði. Bók Ólafs Páls Jónssonar er innblástur fyrir alla þá sem vilja styrkara og betra lýðræði og vilja leggja sitt af mörkum til að gera sam- félagið að „samvinnuvettvangi borgaranna fyrir leitina að hinu góða lífi“ (175). I bókarumfjöllun sem þessari er aðeins hægt að tæpa á örfáum atriðum af þeim mörgu sem vert væri að skoða. Ólafur Páll hefur til dæmis athyglisverðar hug- myndir um eignarrétt sem verðskulda nánari skoðun, þótt ekki verði ráðist í hana hér. I formála bókarinnar lýsir Ólafúr Páll þeirri von að þeir sem lesi bókina sjái náttúru, vald og verðmæti í nýju ljósi, og að fleiri verði sammála því að fremur eigi að vernda náttúru landsins en að umbylta henni. Það er metnaðarfúllt markmið að vilja hafa svo rík áhrif á fólk að sýn þess til veruleikans breytist. Eins og gildir um svo mörg mikilvæg markmið þá virðist nær útilokað að ná þessu. Engu að síður tek ég hattinn ofan fyrir Ólafi Páli. Hann leitast við að breyta sýn annarra með því að skýra sína eigin sýn málefnalega og af sanngirni. Sá sem setur fram og rökræðir sínar bestu hugsanir um mikilverð málefni gerir sjálfum sér og sam- ferðarfólki sínu mikinn greiða. Með því gefúr hann okkur hinum altént færi á að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.