Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 144
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 142-178
Hjörleifur Finnsson
og Davíð Kristinsson
„Sápukúlur tískunnaru
Um BréftilMaríu eftir Einar Má Jónsson
Tískan er eitt þeirra gangvirkja sem maður skilur
aldrei til fulls vegna þess að það er of auðvelt að
skilja þau.1
Bréf til Mariu er óvenjuleg bók. Það er ekki algengt að fræðimenn stígi út fyrir
sérsvið sín og skrifi heildarúttekt á jafn umfangsmiklu viðfangsefni og sögu vest-
rænnar fræðimenningar og velferðarsamfélags á tuttugustu öld. Þótt höfundur
takmarki sig að einhverju leyti við sögu fransks menntaheims og samfélags frá
seinna stríði til dagsins í dag, grípur hann víða niður í sögu vestrænnar hugsunar,
allt frá Grikklandi hinu forna til samtímans. Jafnvel fágætari eru þó viðtökurnar:
bókin fór eins og eldur í sinu um íslenskan menntaheim, henni var óspart hampað
af fjölmiðlum að ógleymdum flestum málsmetandi menningarbloggurum sem sáu
sig knúna til að taka afstöðu til verksins. Sjaldan hafa heimspekitengd skrif hlotið
viðlíka athygli frá því að Kristján Kristjánsson birti greinaflokk sinn um póst-
módernisma fyrir áratug.2
Ekki er hlaupið að því að draga verkið í dilk. Það er ekki skáldsaga þótt höfirnd-
ur taki sér skáldaleyfi; að einhverju leyti sjálfsævisaga, þótt Einar Már sé ekki í
forgrunni; varla blaðamennska, þótt sumir kaflar séu pistlakenndir; ekki heim-
spekirit, en samt sem áður er mikið fjallað um franska hugsuði;3 og ekki sagnfræði,
þótt sögulegt sé. Kannski mætti kalla þetta fyrirtæki „vonsvikna samfélagsgagn-
1 Pierre Bourdieu, „Myndbreyting smekksins“, þýð. Egill Arnarson, í Davíð Kristinsson (ritstj.),
Almenningsálitið erekki til, Reykjavík: Atvik/Omdúrman 2007, s. 45-59, hér s. 53-54.
2 Kristján Kristjánsson, „Tíðarandi í aldarlok“ I-X, Lesbók Morgunblaðsins, 6. sept. - 8. nóv. 1997;
endurprentað í greinasafni Kristjáns Mannkostir} Reykjavík: Háskólaútgáfan 2002.
3 Einar Már segir í viðtali við Morgunblaðið („Heimur versnandi fer“, 2. sept. 2007) að hann
„hafi alls ekki ætlað sér að skrifa heimspekisögu, heldur skrifi hann út frá eigin reynslu. Einar
sat tíma hjá þekktum fræðimönnum á borð við Foucault og Lévi-Strauss.“