Hugur - 01.01.2008, Page 146
144
Hjörlefur Finnsson og Davtð Kristinsson
IV Tískufræðileg greining Einars Más, sem hann ætlar stóra hluti, reynist frem-
ur yfirborðsleg og hefur lítið skýringargildi. Skrípamynd hans af frönskum
(póst)strúktúralistum afhjúpar fyrst og fremst takmarkaða þekkingu höfund-
arins á þessum hugsuðum.
Þrátt fyrir annmarka á söguskýringum Einars Más hefiir Bréf til Maríu hlotið
mikið lof í fjölmiðlum. I ljósi þessa munum við í greinarlok reyna að útskýra
hvernig á því standi og um leið velta upp þeirri spurningu út frá hvaða mælikvörð-
um sé viðeigandi að gagnrýna ádeilurit af þessu tagi.
I. Velferðarríkið
Hugmynd Einars Más um velferðarsamfélagið kynnumst við þegar hann vitnar í
samtal við Þorstein Gylfason á sokkabandsárum þeirra í kringum 1960. Hann
hefur eftir félaga sínum:
Stjórnmálaþrætum eins og þeim sem tíðkuðust á fyrri tímum er lokið.
Það er ekki lengur um neitt að deila. Nú er svo komið að allir eru sam-
/mála um það hvert markmiðið eigi að vera. Það er velferðarþjóðfélag, þar
sem fátækt hefur verið upprætt, allir búa við góð kjör og hafa fullt félags-
legt öryggi, sjúkrasamlag, atvinnuleysistryggingar og ellilífeyri, og njóta
jafnframt almennrar menntunar og öruggs heilbrigðiskerfis. Spurningin
hefur einungis verið hvernig auðveldast sé að ná þessu markmiði, hvort
besta leiðin sé kommúnisminn í Austur-Evrópu eða þá blandað hagkerfi
eins og tíðkast í Norður-Evrópu, og svarið getur ekki lengur farið á milfi
mála: það er blandað hagkerfi. Tilraun kommúnismans er misheppnuð,
Norðurlandabúar hafa fundið rétta veginn. (19-20)
Taka má undir margt af því sem hér kemur fram: tilraun kommúnismans fékk
illan endi, verðugt er að reyna að uppræta fátækt, tryggja almenna menntun og
félagslegt öryggi, og velferðarríki Norður-Evrópu nálguðust þessi markmið að
nokkru leyti. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að fundin hafi verið skynsamleg
lausn á sambýli manna til frambúðar án galla og mótsagna, átaka og hagsmuna-
árekstra. Einar Már reynist meðvitaður um þetta þegar hann veltir fyrir sér hvort
velferðarríkið hafi ekki að hluta til byggt á hræðslugæðum:
[Hjafði Þorsteinn rétt fyrir séryfir súkkulaðibollanum í Iþöku? Vbru allir
í rauninni svo sammála um markmiðið sem hann nefndi og margir aðrir
á sama tíma? Var velferðarþjóðfélagið þegar öllu er á botninn hvolft
nokkuð annað en hræðslugæði peningavaldsins? Nokkuð sem peninga-
valdið var meira en reiðubúið til að taka aftur um leið og það væri laust
við óttann? (34)4
4 Einar Már víkur síðar að þessu þegar hann greinir í lok áttunda áratugarins nýja „gagnsókn
peningaafla, sem höfðu í rauninni aldrei viðurkennt velferðarþjóðfélagið og biðu einungis