Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 155
Sápukúlur tískunnar
153
svo æ víðar út. En þessi andlit eru afskaplega sviplík, á þeim báðum er
sama skakka glottið, því efnahagsstefnan er ekki annað en kenningin í
framkvæmd, hún hvílir að öllu leyti á hugmyndum hennar og miðar að
því að gera þær að veruleika. (153-154)
Af þessari tilvitnun má ráða að fyrir Einari Má sé skýrt hvort kemur á undan,
hænan eða eggið: hugmynda(fræði)framleiðsla menntamanna breytir heiminum,
hún er drifkraftur samfélagsbreytinga. Eggin, þ.e. breytingar á framleiðsluháttum,
lagaumhverfi, viðskiptaháttum, starfsaðstæðum, réttindum alþýðu o.s.frv., eru
komin frá hænunni.
Þessi sama hughyggja um drifkraft samfélagsbreytinga er auðsæ í umfjöllun
höfúndar um menntamannahreiður Frakklands. Þótt segja megi um sjöunda ára-
tuginn „að á þessum árum var París ein af höfuðborgum andans“ (71) birtist ofmat
Einars Más á mætti andans manna skýrlega þegar hann segir „Latínuhverfið [...]
einn af merkustu sögustöðunum í þeirri þróun sem leiddi til þess að heimurinn
varð eins og raun ber nú vitni.“ (70)27 Hughyggja af þessum toga er í besta falli
ofmat á áhrifamætti menntamanna innan gangvirkis samfélagsins.
Sökum þeirrar hughyggju um samfélagsbreytingar sem Einar Már hneigist til
eru skýringar hans á samfélagsþróun sjaldan sannfærandi. Til að skýra hnignun
velferðarríkisins þarf höfúndur lítið að gægjast út fyrir háskólana í leit að flóknum
þáttum á borð við breytingar á formgerð samfélagsins heldur dregur hann fram
menntamanna-marxisma og meint afkvæmi hans formgerðarhyggjuna og kennir
þeim um að hafa myndað tómarúm. Frjálshyggjan sá sér svo leik á borði, tók yfir
og breytti heiminum. Það hefúr lítið skýringargildi að segja innantóma tískubylgju
menntamanna-marxisma og formgerðarhyggju og síðar enn innihaldslausari
frjálshyggju hafa sigfað á torgum hugmyndafræði og látið sanna þekkingu klass-
ískrar menntunar lúta í gras.
Til þess að brjótast út úr þessari skýringareinstefnu þarf að hugsa samtímis um
hænuna og eggið. Drifkraft samfélagsbreytinga er ekki fyrst og fremst að finna í
hugarfari, heimspeki og hugmyndafræði — eða tískusveiflum þeim tengdum. Þessi
fyrirbæri eru hluti af framleiðsluheild samfélagsins, þau eru samtvinnuð öðrum
kröftum þess og breytast samfara þeim. Til að skýra hnignun velferðarríkjanna
verður að skoða samhengið sem þau stóðu í, hvaða og hverra hagsmunum þau
þjónuðu, og hvernig þessir hagsmunir tóku breytingum - fremur en að leita
skýringa í meintum sápukúlum hugmyndastefna.
27 Efni í gagnrýni á þetta ofmat á andans mönnum má finna í Bréfi til Mariu þegar Einar
Már reifar áhugaverðar hugmyndir þeirra sem hafa viljað tengja róttækni marxismans í
menntahverfúm Parísar „við minnkandi áhrif Frakka eftir seinni heimsstyrjöldina" (80). Og
jafnvel hjá höfundinum sjálfum þegar hann segir menntamanna-marxistana utangarðsmenn:
„Frjálshyggjupostularnir eru nú á allt öðrum stað í þjóðfélaginu en boðberar marxismans voru:
þeir eru ekki utangarðs, í heimspekideildum háskóla, í stjórnarandstöðublöðum, og slíkum
básum, þeir eru þvert á móti í næsta nágrenni við stjórnvölinn, þar sem ákvarðanir eru teknar
og stcfnan mótuð.“ (163) En þrátt fyrir að finna megi efni í slíka gagnrýni í Bréfi til Maríu
hefur hughyggjan þó undirtökin.