Hugur - 01.01.2008, Page 181

Hugur - 01.01.2008, Page 181
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 179-187 Ritdómar Réttlát verðskuldun Kristján Kristjánsson: Justice and Desert- Based Emotions. Ashgate 2006. 217 bls. Þessi margslungna en jafnframt ögrandi bók fjallar um verðskuldun í ljósi tveggja meginsteíja heimspekinnar: rétdætis og tilfinninga. Aðferðin sem höfundur beitir er þaulhugsuð og rökfærslan bundin í skýrt afmörkuð skref; þannig færir hann rök fyrir viðhorfi sem er engu líklegra til að eiga upp á pallborðið en sú skoðun sem hann hélt fram í fyrri bók sinni, Justifying Emotions: Pride and Jealousy (2002). I þeirri bók tók Kristján undir það viðhorf Aristótelesar að hinn dygðugi maður væri sá sem brygðist við í huga og verki með þeim hætti sem hæfði aðstæð- unum. Hann hélt því fram að það að finna til „sómakenndar" (sem þá er skilin sem sú tilfinning að vera stoltur yfir eigin mannkostum og verkum þeirra en finna til skammar þegar siðferðileg glappaskot eiga sér stað) og afbrýði (sem þá er litið á sem samsetta tilfinningu öfúndar, smánar og reiði af sérstökum toga) væri ekki aðeins siðferðilega réttlætanlegt, heldur væri mönnum einnig nauðsynlegt að finna til þessara þátta þegar við á til að geta lifað siðferðilega góðu h'fi (þ.e. njóta farsældar — gr. eudaimonia). Með sambærilegum hætti býður Justice and Desert-Based Emotions (sem heitið gæti Réttlæti og verðskuldunartilfinningar á íslensku) lesandanum að endurskoða verðskuldunartilfinningar, sem eru ekki alveg jafn mildilegar. Kristján heldur því fram að „neikvæð tilfinning" sé orðin að „skjóðu ósamstæðra þátta sem stangist oft innbyrðis á“ (28). Til dæmis verði depurð og angist betur lýst sem hugar- ástandi eða skapi fremur en tilfinningu; ánægja yfir óforum annarra beri ekki með sér neikvæðan blæ; og reiði, sem felur í sér neikvætt gildismat, geti verið ánægju- leg fýrir þann sem finnur til hennar. Með öðrum orðum sé ekkert til sem heitir „neikvæð tilfinning" þrátt fýrir að sumar tilfinningar geti verið sársaukafúllar, verið litnar neikvæðum augum eða falið í sér neikvætt gildismat. Því sé ekkert því til fýrirstöðu að telja að þær verðskuldunar- tilfinningar sem jafnan eru álitnar „nei- kvæðar“ geti mögulega verið dygðugar. Frjálslyndir nútímaheimspekingar á borð við John Rawls og Robert Nozick hafa hneigst til að líta á réttlætið sem dygð félagslegra stofnana. Samkvæmt því tengist það að mestu og raunar nánast eingöngu stofnanabundinni ákvarðana- töku og almennri stefnumörkun fremur en dygð og ákvarðanatöku einstaklinga eins og gert er ráð fýrir í sígildum kenn- ingum. Kristján heldur eldra viðhorfinu til streitu og hafnar sömuleiðis þeirri hugmynd að réttlæti búi ofar öðrum dygðum. Réttlæti sé mikilvæg siðferðileg dygð sem sé ómissandi fýrir blómstrandi mannlíf, þótt því verði ekki jafnað við það sem er siðferðilega rétt. Hann byggir á þeirri útleggingu Joels Feinberg á réttiæti að það sé samsetning réttindakrafna og verðskuldunarkrafna, þar sem þær síðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.