Hugur - 01.01.2008, Page 181
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 179-187
Ritdómar
Réttlát verðskuldun
Kristján Kristjánsson: Justice and Desert-
Based Emotions. Ashgate 2006. 217 bls.
Þessi margslungna en jafnframt ögrandi
bók fjallar um verðskuldun í ljósi tveggja
meginsteíja heimspekinnar: rétdætis og
tilfinninga. Aðferðin sem höfundur beitir
er þaulhugsuð og rökfærslan bundin í
skýrt afmörkuð skref; þannig færir hann
rök fyrir viðhorfi sem er engu líklegra til
að eiga upp á pallborðið en sú skoðun
sem hann hélt fram í fyrri bók sinni,
Justifying Emotions: Pride and Jealousy
(2002). I þeirri bók tók Kristján undir það
viðhorf Aristótelesar að hinn dygðugi
maður væri sá sem brygðist við í huga og
verki með þeim hætti sem hæfði aðstæð-
unum. Hann hélt því fram að það að
finna til „sómakenndar" (sem þá er skilin
sem sú tilfinning að vera stoltur yfir eigin
mannkostum og verkum þeirra en finna
til skammar þegar siðferðileg glappaskot
eiga sér stað) og afbrýði (sem þá er litið á
sem samsetta tilfinningu öfúndar, smánar
og reiði af sérstökum toga) væri ekki
aðeins siðferðilega réttlætanlegt, heldur
væri mönnum einnig nauðsynlegt að
finna til þessara þátta þegar við á til að
geta lifað siðferðilega góðu h'fi (þ.e. njóta
farsældar — gr. eudaimonia).
Með sambærilegum hætti býður Justice
and Desert-Based Emotions (sem heitið
gæti Réttlæti og verðskuldunartilfinningar
á íslensku) lesandanum að endurskoða
verðskuldunartilfinningar, sem eru ekki
alveg jafn mildilegar. Kristján heldur því
fram að „neikvæð tilfinning" sé orðin að
„skjóðu ósamstæðra þátta sem stangist
oft innbyrðis á“ (28). Til dæmis verði
depurð og angist betur lýst sem hugar-
ástandi eða skapi fremur en tilfinningu;
ánægja yfir óforum annarra beri ekki með
sér neikvæðan blæ; og reiði, sem felur í
sér neikvætt gildismat, geti verið ánægju-
leg fýrir þann sem finnur til hennar. Með
öðrum orðum sé ekkert til sem heitir
„neikvæð tilfinning" þrátt fýrir að sumar
tilfinningar geti verið sársaukafúllar, verið
litnar neikvæðum augum eða falið í sér
neikvætt gildismat. Því sé ekkert því til
fýrirstöðu að telja að þær verðskuldunar-
tilfinningar sem jafnan eru álitnar „nei-
kvæðar“ geti mögulega verið dygðugar.
Frjálslyndir nútímaheimspekingar á
borð við John Rawls og Robert Nozick
hafa hneigst til að líta á réttlætið sem
dygð félagslegra stofnana. Samkvæmt því
tengist það að mestu og raunar nánast
eingöngu stofnanabundinni ákvarðana-
töku og almennri stefnumörkun fremur
en dygð og ákvarðanatöku einstaklinga
eins og gert er ráð fýrir í sígildum kenn-
ingum. Kristján heldur eldra viðhorfinu
til streitu og hafnar sömuleiðis þeirri
hugmynd að réttlæti búi ofar öðrum
dygðum. Réttlæti sé mikilvæg siðferðileg
dygð sem sé ómissandi fýrir blómstrandi
mannlíf, þótt því verði ekki jafnað við það
sem er siðferðilega rétt. Hann byggir á
þeirri útleggingu Joels Feinberg á réttiæti
að það sé samsetning réttindakrafna og
verðskuldunarkrafna, þar sem þær síðar-