Hugur - 01.01.2008, Side 188

Hugur - 01.01.2008, Side 188
186 Hugur I Ritdómar bandið við raunveruleikann komi aftur og geri mig heilan, heilbrigðan, heilvita og heildrænan? Heildarlausnin á vandanum, firringunni - er það álið? Vandinn er sá að ef við ætlum að svara þeirri spurningu alfarið neitandi þurfum við um leið að bæla niður vitundina um að auðmagnið leitar annað og reisir sínar verksmiðjur annars staðar en í okkar bakgarði - það er að segja, að jafnaði, í þriðja heiminum, þ.e. í þeim löndum sem eiga i reynd fárra kosta völ. „Framtíðin verður flókin og full af firringu" (94). Hvar er þá vonar að leita? I náttúrunni? „Orðið náttúra hefur enga merkingu lengur." (49) Er það vegna þess að við markaðssetjum hana ekki rétt? Björn Þorsteinsson Síðdegisboð hjá Immanuel Þorsteinn Gylfason: Innlithjá Kant. Há- skólaútgáfan og Heimspekistofnun, 2005. 80 bls. Innlit hjá Kant er stutt bók byggð á þrem- ur erindum sem Þorsteinn Gylfason flutti í Ríkisútvarpið árið 1981 um Gagnrýni hreinnar skynsemi eftir Immanuel Kant. I eftirmála Þorsteins kemur fram að þrátt fyrir að hann hafi endurskoðað erindin og lagfært, þá hafi allir megindrættir þeirra haldist í handriti bókarinnar sem var því sem næst fullbúið til prentunar er hann féll frá í ágúst 2005. Fyrsti þriðjungur bókarinnar, byggður á fyrsta útvarpserindinu, er að mestu leyti helgaður manninum Immanuel Kant. Þorsteinn segir þar frá helstu atriðum úr ævi Kants, tildrögum þess að hann skrifar Gagnrýni hreinnar skynsemi og gefur innsýn í hugmyndasögulegan bakgrunn hugsunar Kants. Hér nýtur frásagnargáfa Þorsteins sín vel. Drengurinn Immanuel Kant verður smám saman að heim- spekingnum Kant og Þorsteinn greinir skilmerkilega frá hinum ýmsu áhrifavöld- um á hugsun hans, svo sem upplýsingar- stefnunni, Leibniz og Hume. Undir lok fyrsta erindisins kynnir hann svo til sögunnar nokkrar af grundvallarhug- myndum Gagnrýni hreinnar skynsemi. Þetta þroskaferli Kants rennur ljúflega áfram í meðförum Þorsteins og hug- myndir Kants, sem hann segir þarna frá, gerir hann lifandi og áhugaverðar. I seinni tveimur erindunum er áherslan lögð á heimspekilegar hugmyndir Kants fremur en manninn sjálfan þótt hann sé aldrei langt undan, svo sem þegar Þor- steinn bendir á að áin sem Kant hafi í huga þegar hann tekur dæmi af skipi á siglingu í umfjöllun sinni um tímaröð skynjana sé sjálfsagt áin Pregel (45). Með stílbrögðum sem þessum glæðir Þorsteinn umfjöllunarefnið meira lífi; hann minnir okkur á að kenningarnar og textinn eru ekki bara óáþreifanlegir orðastrengir heldur hugsanir manns af holdi og blóði. Þorsteinn segir frá ýmsum höfuðatrið- um Gagnrýni hreinnar skynsemi, svo sem forskilvitlegri hughyggju, kategóríunum, raunhæfum fyrirframsannindum, forskil- vitlegri réttlætingu riðlanna og vanmætti mannshugarins gagnvart frumspekileg- um hugmyndum um alheiminn, Guð, sálina og frelsið. Hann leggur áherslu á að gera hugsun Kants um þessi efni skilj- anlega lesandanum með því að tengja hugmyndirnar bæði hverja annarri og leiðarstefum í kenningum Kants. Þor- steinn er þarna fyrst og fremst í hlutverki sögumanns og túlkanda en setur þó fram gagnrýni þegar svo ber undir, t.a.m. á rök Kants fyrir nauðsyn orsakalögmálsins og á hugmyndina um hlutina í sjálfum sér. Oft er talað um tvær mismunandi leiðir til túlkunar á forskilvitlegri hughyggju Kants. Samkvæmt þeirri fyrri aðhyllist Kant þá hugmynd að hlutirnir eins og við skynjum þá og hlutirnir í sjálfum sér séu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.