Læknablaðið - 01.08.1923, Side 110
2o8
LÆKNABLAÐIÐ
I. Hæðarmælingar skólabarna í Svarfdælahéraði 1916—1922.
SíSan skólaeftirlitiö hófst og til ársloka 1922 hafa alls veriö skoöuö
hér 1120 skólabörn.* Þar af voru 17 ekki mæld, þau, senr fyrst voru
skoöuö (á Uröum 13. okt. 1916). A 3 stööum komst eg aö því eftir á, aö
mæl. voru ekki áreiöanlegar (febr. 1917 og jan. 1918) ; haföi eg sumstaö-
ar látiö kennarana mæla börnin mér til flýtis; en í þessi skifti komst eg
aö því áriö eftir, aö sumar mæl. höfðu veriö rangar. Hefi eg því síðan
mælt öll börnin sjálfur. Af þessum sökum er hér slept mælingum 54 barna.
Af þeim 1049, sem þá eru eftir, voru 75 sex til níu ára og 34 fjórtán ára, og
eru þar sv.o fá börn í hverjum aldursflokk, aö enga þýöingu hefir að telja
])á meö. Þá eru eítir 940 börn á aldrinum to—13 ára; af þeim er 8 slept
vegna beinskekkju á háu stigi. svo aö alls eru mælingar 932 barna á töfI-
unum, sem hér fara á eftir. Börnin hefi eg flokkaö eftir aldri, kyni og
efnahag húsbænda í aths. viö hverja töflu er þess getið, hve mörg heim-
ilanna hafa veriö í hverjum efnahagsflokki, hve mörg í sveit og hve mörg
i kauptúnum eÖa sjóþorpum, hve mörg hafa haft næg mjólkurráö og hve
mörg lítil eöa engin.
Tilætlunin meö aö flokka börnin eftir efnahag húsbændanna var, að fá
einhverja hugmynd um, hver áhrif efnahagur heimilanna heföi á þroska
barnanna. Veröur aÖ visu aö fara varlega í að draga ályktanir af því, sem
töflurnar viröast benda á, þvi aö þar kemur ýmislegt til greina, setn getur
ruglað reikningana. í fyrsta lagi heföi veriö enn nauðsynlegra til aö fá
upplýsingar um þctta, að vega börnin, en á þvi eru engin tök bér, nema
ef til vill á 1 eöa 2 stööum. — í öðru lagi eru börnin í hverjum aldurs-
flokki svo fá, aö þegar þeim er skift í 6 flokka, eins og hér verður aö
gera, veröa svo fá í hverjum flokki, aö ætterni og ])roskahraöi geta haft
tneiri áhrif á útkomuna en ella mundi. Einkum gætir þessa tilfinnanlega
i fámennustu flokkunum, frá efnaheimilunum, og l)ýst eg viö, aö af því-
sta'fi það, aö lpar sem ]>essir flokkar eru einna fámennastir (12 og 13 ára
piltar), er meðalhæðin í þefm lægri en í miðflokki. —'í þriöja lagi getur
veriö vafamál um suma.'í hvern efnahagsflokkinn þeim skuli skipaö, og
getur af því stafaö nokkur skekkja; ekki eru þaö þó mörg heimiii, sem
vafi getur leikiö á um; helst getur veriö vafi um stöku heimili, hvort telj-
ast skuli i 1. eöa 2. flokki, en í rauninni gerir þaÖ minna til, því aö yfir-
leitt má gera ráö íyrir, að í þeim flokkum sé fæöi og aöbúö barnanna tals-
vert svipað. — í fjórða lagi ertt sum börnin á heimilum i fyrri flokkunum
börn foreldra úr 3. fI., og hafa dvalið misjafnlega lengi á núverandi heim-
ilum sínum, og má því vera, aö áhrifanna af fyrri aöbúð gæti enn á sum-
um, þeirra. En yfirleitt er ])ó sjálfsagt, að miöa viö efnahag húsbænda,
en ekki foreldra, bví aö hvergi veit eg til, aö gerður sé niunur tökubarna
og eigin barna í viöurværi né annari aöl)úö. — Þrátt fyrir alt er þó sú
bending, sem töflurnar gefa um áhrif efnahags heimilanna á ])roskann,
svo eindregin, að tæpast getur orkaö tvímælis um þau, því aö munurinn
* Nokkru færri börn eru talin í ársskýrslu héÖan, nfl. 1103; stendur svo á því, að
þau börn, sem umfram eru, ltafa komið í skólana á ýmsum tímum s. p. vetrar, eftir
að skýrsla hefir verið gerð, og hafa þau ekki heldur verið talin í næsta árs skýrslu,
fyr en nú í þeirri seinustu.