Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1934, Side 77

Læknablaðið - 01.12.1934, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 167 asts í héraðinu og á allra síðustu árum að sjúklingar finnast í sjóþorp- inu Raufarhöfn, sem hún nú er að byrja í. Eg hefi prófað að flokka í þrent þá 83 berklasjúklinga, sem eg hefi •skrásett í kéraðinu, á rúmum 12 árum — fram til ársloka 1933, eftir því hvað eg vissi um hvar þeir höfðu smitast. Fjórum þeirra hefi eg þó slept, vegna vafa á diagnosis. Eru þá eftir 79. 1 fyrsta flokki eru þá þeir, sem eg veit mjög litið um hvar smitast hafi. Þeir eru 30. Af þeim eru 11 utanhéraðsmenn, er flust hafa inn sýktir, eða meira og minna veikir. Veit eg ýmislegt um umgengni þeirra við berkla- veika menn áður fyr. Ennfremur 5, sem eru uppaldir i héraðinu, á ósýkt- um heimilum, en hafa dvalið langdvölum utanhéraðs, komið síðan hing- að veikir, eða veikst skömmu eftir komu. Tel eg þessa 16 smitaða utan- héraðs. Þá eru 6, sem líka eru frá heilbrigðum héruðum innanhéraðs, en aldir upp við túnfót berklaheimila, hafa verið heimagangar þar, sum- ir, og trúlegt er, að hafi smitast á þeim. Enn eru þá eftir 8 menn af þessum 30. Það eru þeir menn, sem eg hefi ekki snefil af hugmynd um hvar hafi sýkst, en tel þó að muni hafa verið innan héraðs, því að þar haf þeir alið aldur. Alt er þetta fullorðið fólk, sumt gamalt og vafalítið smitað fyrir löngu. Sex af þessum átta eru hrakn- ingsvinnukonur. 1 öðrum flokki eru 26. Það er fólk frá berklaheimilum, alls 15 heimil- um, oftast 2, stundum 3 frá sama bæ. Þetta fólk er flest smitað fyrir minn dag í héraðinu af fólki, sem lá þungt og margt dó á heimilum þeirra, en eg þori ekki að fullyrða, af livaða manni það er smitað. Þarna er t. d. barn, sem átti föður og móður með 3. stigs berkla. A sumum bæjum virðist hafa dvalið sjúklingur, smitberi, sem engar sögur fara af, og smitað hefir fólkið. Þannig sýkta tel eg þarna með, t. d. 3 systur frá sama bæ, sem annars fara engar sögur af að berklar hafi verið á og eg held ekki að hafi verið ■á, nema gestir eða dvalarmaður, nú gleymdur, hafi verið þar um tíma. 1 þriðja flokki eru 23. Það er fólk, sem eg þykist vita með vissu um, af hvaða manni hafi smitast. I þessum flokki eru flestir yngu stjúklingarnir, hæði að árum og skrásetningu. Það er íólk, sem flest hefir smitast eftir að eg kom í héraðið og vitneskja mín um það stafar frá síðustu árum, eftir að eg fór meir að leggja stund á að rekja feril veikinnar. Þessi flokkur hefir altaf stækkað í hlutfalli við hina, eftir því sem eg hefi leitað betur. En seint hefir gengið um suma men.n. Eg hefi t. d. nýlega fundið sam- eiginlega uppsprettu sýkingar 4 þeirra. Frá sömu uppsprettu eru smitaðir 6 aðrir, sem voru dánir eða batnað þegar eg kom í héraðið og eru því ekki í sjúklingatölu minni. Smitandi þessara 10 manna er nú gamall og sjúklingarnir flestir hans eigin börn og fósturbörn. Veikin hefir upphaflega borist úr öðrum héruðum í alla hreppa þessa héraðs, en ekki sveit úr sveit. Hún hefir verið 60 ár að leggja það undir sig. I fljótu bragði sýnist þetta benda til þess, að hún sc ckki nœm. 60 —70 sjúklingar á árunum 1910—20 og 80—90 síðan, og þó fjöldi heimila, sem hennar hefir ekki orðið vart á. Eg held þó annað um þetta; hin hæga yfirferð stafi af öðru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.