Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Qupperneq 7
Stefnir] Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. .
7
um í augun og lungun mistrið
sunnanlands og kófið úr öllum átt-
um, fáuin kuldadofa í hjartaræí-
urnar, þegar endurminningin rek-
ur upp þennan gránröndótta ör-
lagavef, sem Matthías nefnir hung-
urdiska, sem „kerling Helja“ kast-
aði frá sér. — Sú mynd er vitur-
leg en skáldleg þó. Samskot voru
hafin í útlöndum þjóð vorri til
hjálpar. — Englendingar sendp
gjafakorn til landsins fyrir tilstilli
Eiríks Magnússonar, en í óþökk
Guðbrands Vigfússonar — tvo
knöru mjöls, eða það sem því nam.
Fjöldi fólks flýði í þessum harð-
indum vestur um haf, svo að horfði
til landsauðnar í- surhum sýslum.
Magnús landshöfðingi miðlaði þá
60.000 króna norður í land, og hét
fúlgan hallæi'islán. Kjarkur þjóðar
vorrar bilaði, svo sem að líkindum
lét. I>á rituðu hugrakkir menn i
Isafold .góðar greinar, ávörp til
þjóðarinnar um, „að missa ekki
rnóðinn" — kjarkinn. Þar áttu hlut
að máli Björn ritstjóri og Björn,
sem nú er í Grafarholti, áttræður
öldungur.
Á þessu tímabili hóf Hannes
Hafstein raust sína.
Hann er ekki í upphafi stórkost-
lega háfleygur, né afburða djúp-
úðgur í skáldskap sínum. Hann er
fyrst og fremst glæsiskáld.
Jón Ólafsson sagði, á prenti,
þegar kvæði Hannesar komu út
fyrst, að á þeim sæi, að höfundur
þeirra hefði sloppið við að komast
í náin kynni við „skötulijúin Sult
og Nekt“, í uppvextinum. En við-
kynningin við hau hjónaleysi hefði
sorfið fast að sumum ísl. skáld-
um á unglingsaldri fyrst og fremst.
Það var gott, að vel viðraði um
Hannes í æsku.
Ósvipur illrar veðráttu og sinka
hrjóstrugrar jarðar, hefir leikið
hart sum ísl. skáld, sem búsett voru
undir örðugum hjalla lítilla land-
kosta og þokuþrungins himins.
Þess háttar sveitfesta er til þess
fallin að koma á kné, þeim, sem
þó eru góðrar ættar. En Hannes
dvelur í Höfn harðindaárin, og
verður lítið var við hallærið, nema
af afspurn. Hann lifir í glaum og
gleði, kemst í kynni við Brandesar-
stefnuna, sem eggjar ungdóminn
til karlmannlegrar gleði, og hún
skipar áhangendum sínum að
finna kraftinn í sjálfum sér. Verð-
andi og Heimdallur rísa upp, að
tilstuðlan ísl. stúdenta. Hannes
stendur að báðum. Nafnið Heim-
dallur bendir til þess, að herblást-
ur sé hafinn til að vekja ís-
lenzka þjóð.
Söngurinn til að vekja, kemur
skýrt í Ijós í kvæði, sem H. H. kveð-