Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 12

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 12
12 Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. . [Stefnir drykk, sem fæst úr eplum Iðunnar og úr aldingarðs þrúgum. Áfcngi getur ennfremur fengist af vörum ástmeyjar og úr augum valkvend- is. Þá er ölvunin samskonar, sem það, að verða frá sér numinn. Ræðusnild og hljómlist getur svif- ið svo á hugina og fleiri góðendi. Hannes Hafstein vekur þess- háttar áhrif nteð sálmi yfir víni. Guð lét í'ögnr vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim. Mikið er búið að yrkja af sálm- um síðan kirkjan byrjaði að hreiðra um sig. Megin mergð sálm- anna er á þá lund, að höfundur til- verunnar hefir hlotið að taka á langlundargeði sínu, ef hann hefir hlustað á þessa sálmagerð. En •sennilega hefir hann leitt hana hjá sér. En mér virðist, sem sálma- gerðin réttist vel við, þegar H. H. yrkir sálm sinn um vínið. Lof- gerðin til hans, sem lét vínberin vaxa, er svo hofmannleg og upp- litsdjörf, að í stúf stingur við dragmælta kveðandi skáldanna, sem héldu, að þau væru trúuð. Þessi sálmur kunngerir það, að himneskt er að lifa. Þessi fögnuður H. H. orkaði svo á þjóðina, að í staðinn fyrir ljóð- línur Kristjáns Fjallaskálds um kvalræði lífsins, kom í hugskotin sú meðvitund, að vínber væru guðsgjöf og himneskt að lifa. Sálmur yfir víni er dálega vel gerður. Sá sem les hann og lærir, trúir kraftaverkinu í Kana og um leið öllum hinum. Sjálfur lávarðurinn sló ekki hendi sinni við góðu víni og í því felst hálft sakramentið. Ýmsir kennimenn fallast á það, að mað- urinn sé til þess fallinn, að njóta gæða. Árni biskup Helgason segir í postillu sinn einhvers staðar: „Notum heiminn, en þó svo, að vér ekki misnotum hann“. Mjótt er að vísu mundangshófið. En menningin á að temja sér þá nær- færni að fara rétt með metaskál- ar og vogir. Þegar gleðin er svo gerð, að hún lofar gjafarann allra góðra liluta, er hún rétt borin til ríkis — að því tilskildu þó, að hún skili manninum óskem]dum í vertíðar- lok. Og ef glaðværðin er svo vaxin. að hún geri þjón sinn hærri og gildari en hann var áður en þau kyntust og lögðu lag sitt saman eða gerir sjónarsvið hans víðáttu- meira eða hærra, þá er hún góð húsfreyja — í líkingum talað. Þeir menn, sem skoða skáld- skap eins og munaðarvöru, munu bera brigður á, að kvæði geti lyft

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.