Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 54
54
Nokkrar leiðbeiningar í rafmagnsnotkun.
[Stefnir
Yildi maður nú nota þessi 22 kw-
st., sem við áttum afgangs suðu
og Ijósum, samkvæmt því, sem
áður er sagt, fáum við út úr því
200 X 22 = 4400 kwst. beinlínis
til upphitunar. Talið er, að 1 kw-
st. til upphitunar jafngildi að
hitamagni 250 gr. af kolum
brendum í algengum ofni, og fær
maður þá út úr þessu 4400 X 250
= 1100000 gr., eða 1,1 smálest
af kolum.
Samkvæmt því, sem hér hefir
verið bent á, hafa þá notin orðið
þessi:
Til suðu, ljósa og bakstur . 9100 kwst.
Til upphitunar......... 4400 —
Samtals 13500 kwst.
Þetta má heita vel notað raf-
magn, en þó er það vel fram-
kvæmanlegt, ef notandinn aðeins
hefir svolitla fyrirhyggju um nið-
urröðun á notkuninni.
Ef til vill finna menn ekki sam-
ræmi í því, að ákveða aðeins 200
daga ársins til notkunar á því
afli, sem afgangs er suðu og ljós-
um, og þó skuli aflið notast svona
vel, eða aðeins 500 kwst., sem
ekki notast. En þetta liggur í því,
að ætlast er til, að sú stöðvun,
sem reiknað er með á stöðinni,
þegar gangtíminn er ákveðinn
7000 í stað raunverulegra 8700
kl.st., sem eru í árinu, er ætluð
fyrir eftirliti og viðgerðum á stöð-
inni og til þess er náttúrlega
sjálfsagt að velja björtustu mán-
uðina, sem einnig eru þeir hlýj-
ustu. Á þann hátt verða minst
óþægindi að stöðvuninni.
Enda þótt hér á undan hafi
verið sýnt og sannað, að þessi 2
kw. geti verið nóg afl til ljósa og
suðu fyrir 8—10 manna fjöl-
skyldu, með smávegis hagsýni,
þá er þó ekki sagt, að ekki skuli
undir neinum kringumstæðum
byggja stærri stöð en 2 kw. fyrir
þetta heimili; það ákveða stað-
hættirnir eins og eftirfarandi á-
ætlanir bera með sér. En það, sem
bent hefir verið á, gefur manni
ástæðu til að athuga rækilega,
hvort ekki er allt of lítði gjört
að því að heimilin sameini sig um
stöðvar að svo miklu leyti, sem
það ekki hindrast af alt of mikl-
um fjarlægðum. En með litlum
stöðvum er miklu meiri mögu-
leiki fyrir menn að útbúa sér
sjálfir vatnshjól, til þess að reka
rafalinn með, þegar menn sann-
færast um, hvað mikils virði
þetta afl er. En þess konar út-
búnaður (vatnshjól) kemur ekki
til mála fyrir stærri stöðvar, sem
sé 4—6 kw., vegna þess hvert