Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 18
18
Móðurást.
[Stefnir
mjóum augnarifum. Svo glefsaði
hann í brjóstið á sér og hljóp
sprett til vinstri handar. Hann
var búinn að finna á lyktinni
hvar kiðlingurinn var fólginn og
stefndi þangað.
Hún fnæsti aftur af hamslausri
heift og rann í áttina milli hunds-
ins og fylgsnisins. Þegar hundur-
inn' sá árásina, stanzaði hann á
svipstundu og geitin líka, tvo eða
þrjá faðma frá fylgsninu, milli
þess og hundsins.
Hundurinn stóð grafkyr. —
Augnaráðið var óstöðugt og svip-
urinn eins og á þjóf, sem er stað-
inn að verki. En smám saman
festi hann blóðhlaupin augun á
geitinni. Hann fitjaði upp á trýn-
ið og lét skína í tennurnar. Róf-
an var beint aftur og hálsinn var
úfinn. Hann var í hernaðarhug.
Skref fyrir skref nálgáðist hann
geitina, alveg hljóðlaust. — Hún
nötraði í síðunum og fnæsti hvað
eftir annað. ,
Þegar hann átti eftir þrjá
fáðma að henni, rak hann allt í
eiriu upp ógurlegt gól eða öskur.
Hann ruddist að henni, stökk svo
npp í loftið eins og geitin væri
múrveggur, sem hann yrði að
stökkva yfir. Hún mundaði horn-
unum að honum án þess að hreyfa
,sig úr sporum. Hin hvössu, beinu
horn hæfðu hann í kviðinn þegar
hann var á lofti, og þó að höggið
væri ekki mikið, var það nóg til
þess að raska jafnvægi hundsins.
í stað þess að koma niður á fæt-
urna milli geitarinnar og fylgsn-
isins eins og hann ætlaði sér,
snerist hann við 1 loftinu og datt
á hrygginn til vinstri hliðar við
hana. Geitin snerist eins og eld-
ing að honum með hornin fyrir
sér. En hann þaut á fætur og
varðist, gólandi og urrandi af
heift.
Hafurkiðið rak upp skrækan
jarm er það heyrði aðganginn, og
móðirin svaraði með angistarfullu
kumri.Hún þaut að fylgsninu, og
heyrðist þá aftur í kiðinu, og
síðan skrjáf, er það tróð sér
lengra inn í skoruna. — Á svip-
stundu var geitin komin aftur í
sömu varnarstöðu fyrir framan
fylgsnið.
Hundurinn hafði farið dálítið
frá. Hann lá og sleikti lappirnar
eftir orustuna. Hann sá af þessum
ósigri, að hann varð að fara að
öllu með klókindum. Hann fitjaði
upp á trýnið og rak upp grimmi-
leg heróp, en geitin stóð kyr í
sömu sporum og gætti að hverju
hljóði og hverri hreyfing. Það
var dauðans angist í stóru aug-
unum þó að skrokkurinn sýndist