Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Blaðsíða 36
JAPANAR í MANSJÚRÍU.
Styrjöldin milli Japana og
Kínverja, sem h'ófst í Mansjúríu
og hefir nú færst suður á bóginn
til Yangtse-fljótsins, einkum ná-
lægt Shanghai, er ekki nein til-
viljun. Hún er árekstur, sem
hlaut að koma fyr eða síðar, og
hún er sennilega ekki síðasti á-
reksturinn á þessu sviði. Hún er
bein og óhjákvæmileg afleiðing
af stefnu Japana og starfi í
Kínaveldi, einkum í Mansjúríu
á undanförnum áratugum. Það
er ekki neitt einstakt uppátæki
af Japana hálfu, að ráðast á Kín-
verja, og það er ekki af sauð-
þráa, að þeir daufheyrast við á-
skorunum Þjóðabandalagsins.
Það er liður í blýfastri og ó-
sveigjanlegri stjórnmála-starf-
semi.
Árið 1907 gerði Komura bar-
ón samning við Bandaríkin, sem
hefir verið kallaður „höfðing-
legi samningurinn“ eða eitthvað
slíkt, (the gentlemen’s agree-
ment). Með honum afsöluðu Jap-
anar sér í raun réttri öllum
möguleikum til þess, að flytjast
til Bandaríkj^nna og setjast þar
að. Samkomulagið milli þessara
tveggja stórvelda, sem ráða lög-
um og lofum hvort sínu megin
við ,,pollinn“, þ. e. Kyrrahafið,
hefir verið töluvert skrykkjótt,
og meðal annars voru Bandarík-
in mjög erfið í öllum samningum
um innflutning Japana. Þeir
hópuðust samt til Bandaríkj-
anna, einkum vestur-ríkjanna, og
mátti búast við að einhver ósköp
mundu af þessu hljótast.
Komura gerði ekki þennan
samning vegna þess, að hann
langaði til þess að gera Banda-
ríkjunum greiða, eða koma Jap-
önum í vandræði, En þeim fjölg-
ar mjög mikið og landið er lít-
ið og algerlega fullt af fólki.
Hvað gekk honum þá til?
Komura var stjórnmálamað-
ur, sem horfði langt fram í tím-
ann. Hann sá, að Japanar þeir,
er til Bandaríkjanna færi og