Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 63

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 63
Stefnir] Fjármeðferð stjórnarinnar. 63 byggingu fyrir 360 þús. kr., eg veit, að hún hefir keypt strand- ferðaskip fyrir um 250 þús. kr., eg veit, að hún hefir sett á stofn 14 nýja skóla — ef trúa má Tím- anum, sem eg þó tel vafasamt —, en margir eru 'þeir, það veit eg; eg veit, að hún hef-ir notað um 250 þús. kr. til vinnuhælisins á Litla-Hrauni, eg veit, að hún hef- ir notað yfir 130 þús. kr. til fjóss og hlöðu á Hvanneyri. — Já, í stuttu máli sagt: Eg veit svo margt um fjárnotkun hæstv. stjórnar, að mér mundi ekki end- ast sú klukkustund, sem eg nú hefi til umráða, til að telja það alt upp. Eg verð að taka það #tóra en láta hið minna liggja. Eins og eg tók fram áðan, læt eg hvern og einn um það, að meta brynju-gildi þessara bygginga í heild á yfirstandandi krepputím- «m, en ekki get eg þó látið vera að benda á: aff ekki greiðir strandferðaskipið úr kreppunni, því að ríkið hef- ir ekki ráð á að gera það út nú; að ekki greiðir skrifstofuhöllin úr kreppunni, því að ríkissjóð- ur verður að greiða miklu meira í húsaleigu fyrir skrif- stofur í byggingu þessari, en hann greiddi áður, og þó næg- ir húsaleigan ekki nema til að greiða vexti og kostnað af hús- inu; aff ekki greiðir símastöðin úr kreppunni, því að þegar hún tekur til starfa, verður að hækka símagjöldin; aff ekki getur síldarbræðslustöðin á Siglufirði bætt úr kreppunni nema þá fyrir tiltölulega fáa landsrnenn, og svipað má segja um Hvanneyrarfjósið, leti- garðinn og margt fleira. Nei, það er svo langt frá, að stjórnin hafi brynjað landsmenn gegn kreppifhni, með því að eyða öllu, sem inn kom. Bezta brynjan, eina brynjan, sem dugar gegn kreppunni, er safn þeirra hluta, sem þurð verður á, er kreppa kem- ur. Þetta hefir verið viðurkennt alla tíð frá dögum Gamla testa- mentisins, alla tíð frá því að Jósef réði draum Faraos og safnaði korni í hlöður til mögru áranna. Eina kreppuráðstöfunin, sem dugir, er að safna því sem þarf til að halda sér uppi í vondum árum, og það eru nú á dögum einkum peningar, Stjórnin hefir reynt að verja sig með því, að enginn geti vit- að hvenær kreppu sé von. En þetta er engin afsökun. Kreppur

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.