Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Blaðsíða 22
22
Hvaðan er fjárkreppan?
[Stefnir
ráðinu. Og eg er ekki í vafa, eft-
ir talsvert ýtarlega athugun, að
megin þunginn, sem þjóðin finn-
ur nú hvíla á sér, er ekkert ann-
að en syndapoki hennar sjálfr-
ar, sem hún lagði á sig, þegar
hún skifti um stjórn og forustu
í kosningunum 1927.
Til þess að breiða ekki yfir
þann part af þessu leiða fyrir-
brigði, kreppunni, sem er okk-
ur ósjálfráður, ætla eg nú að
draga upp örfáa drætti í mynd
heimskreppunnar. — Þið kannist
sjálfsagt við það, en það sakar
ekki að rifja það upp.
Eg vil þá fyrst byrja á því,
sem skeði 26. sept. 1929. Þá féll
fjármálaloftvogin allt í einu, og
það með þeim hætti, að óhug sló
á ýmsa. Englandsbanki hækkaði
þann dag forvexti sína um 1%,
og hafði þó áður á sama ári
hækkað þá um 1%. — Eg man
eftir því, að eg hitti kaupsýslu-
mann einn hér í bænum næsta
dag, og við ræddum nokkra
stund um, hvaða ósköp mundu
vera í vændum. Ekkert gerðist þó
í svip.
En mánuði síðar, seinustu dag-
ana í október, heyrðist heldur
en ekki brak. Það var verðbréfa-
hrunið mikla á kauphöllinni í
New York, líklega eitthvert stór-
kostlegasta hrun af því tægi, sem
sögur fara af. Og með þessu
hruni, hrundi ameríska spila-
borgin, þessi dæmalausa fræða-
spilaborg um eðli velmegunar-
innar. Sú kenning var þess eínis,
að ameríska velmegunin ætti sér
engin takmörk. Mikil framleiðsla
og hátt kaup hlyti að fylgjast
að upp á við í sífellu. Hærra
kaup gerði meiri kaupgetu og
hún orsakaði meiri framleiðslu.
Aukin framleiðsla gerir mögu-
legt enn hærra kaup, og það eyk-
ur svo enn framleiðsluna. Það
var sem sagt álitið, að búið væri
að finna þarna upp svikamyllu
til þess að máta með alla fátækt
og örbyrgð.
En svikamyllan reyndist bara
venjuleg ,,svikamylla“.
Eg ætla nú ekki að rekja slóð
kreppunnar úti í heiminum, um
bankahrunin í Þýzkalandi, verð-
fall afurðanna og önnur kreppu-
fyrirbrigði. En einkennilegt er að
athuga það, að frá því að Eng-
landsbanki gefur fyrsta viðvör-
unarmerkið, 26. sept. 1929, líða
h. u. b. nákvæmlega tvö ár, þar
til er hann sjálfur verður að láta
í minni pokann og gefast upp á
gullinnlausninni, 21. sept. 1931.