Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 33

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 33
Stefnir] Hvaðan er fjárkreppan? 33 stjórnin eyddi fé umfram heim- ildir fjárlaganna. Og sjálf er bók- in eitt dæmið: tugir þúsunda sett- ir í prentun þessháttar rita, sem •engin heimild var til. Eg hef nú sýnt fram á, hvern- :ig fjárkreppan verður til úti í heimi, og hvernig hún skellur hér að ströndunum. Og svo hvern- ig stjórnin hefir aukið öll áhrif hennar í stað þess að draga úr þeim, bæði með því að vera fremst í flokki um fjáreyðslu þegar úr þurfti ' að draga, og með því að fela kreppuna og fresta henni þegar eina bót meinanna gat verið sú, að menn sæi hvernig komið var, og að haldið væri aft- nr af þeim. Það er nú auðvitað ekki nema •önnur hlið á sama máli þegar eg nú vík að því, hvernig það opin- bera er undir það búið, að taka mannlega móti þessum vágesti. Eg hef nú lýst því, hvernig stjórnin gekk fram fyrir skjöldu þegar hún átti að standa að baki og þá náttúrlega afleiðingin sú, að hún verður nú að híma að baki, þegar hún ætti að ganga fram fyrir fylkingarbrjóst. Sá sem hefir eytt öllu sínu púðri ineðan ekki var nema til ógagns að skjóta, er svo varnarlaus þeg- ar á hann er kallað. Það hefir sennilega ekki verið sagt öllu naprara háð um þessa stjórn en hennar eigin orð um það, að bændur væri nú „brynjaðir‘‘ gegn kreppunni. Eg ætla aðeins að benda á fá- ein atriði. 1. Tekjur góðu áranna eru eydd- ar, og ríkissjóðurinn því tóm- ur. Það er andstæðan við að- ferð Jóseps í Egiptalandi. En það er í samræmi við kenn- ingar Jónasar Jónssonar í Tímanum, að það sé um að gera að nota allt, sem aflist í góðærunum, og nýársræðu forsætisráðherrans. Þeir hafa lýst vel sjálfir sínu forustu- starfi. 2. Lánsfé hefir verið veitt til manna og þeir laðaðir út í framkvæmdir, sem nú gefa tap og annað ekki. 3. Opinberar framkvæmdir voru afar-miklar og nú stöðvast allt. Allur þessi fjöldi manna stendur slyppur eftir, auk allra þeirra, sem annars stað- ar missa atvinnu. Það hefði sennilega verið fulltsvoheppi- legt, að taka nú til þessara framkvæmda, byggja nú skólahús og Arnarhvol, leggja 3

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.