Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 42
42
Japanar í Mansjúríu.
[Stefnir
Klnuerjar bera fram kœrur slnar fyrir
Þjóðabanclalaginu. W. W. Yen, for-
maður nefndarinnar talar.
brautina um landið. Þeir hafa
leyfi fyrir landinu umhverfis
brautina og skikum þar sem stöðv-
arnar standa. Á öllum þessum
skikum reisa þeir fyrirmyndar-
bæi, og allt er þetta rekið með fá-
dæma kostnaði og góðu skipulagi
og öllum nútímans „þægindum".
Það er mæniásinn í þeirra nýju
valdabyggingu á meginlandinu. —
En hvað skeður? Sannleikurinn er
sá, að þetta er allt að kafna í
Kínverjum. Jafnvel við hafnar-
staðinn eru Kínverjar orðnir átta
sinnum fleiri en Japanar. — Við
hverja járnbrautarstöð safnast
þeir eins og flugur utan um ijós,
margfalt fleiri en Japanarnir á
hverjum stað. Þeir bjóða vinnu
sína fyrir lágt verð, vörur fyrir
lágt verð, og þeir vinna eins og
áburðardýr. Japana fýsir ekki í
þennan félagsskap. — Draumur
Komura um miljónir Japana. í
Mansjúríu er rokinn út í veður og
vind.
En Japanar eru samt ekki af
baki dottnir. Þeir hafa að eins
breytt um aðferð. Þeir ætla að
láta drauminn rætast á annan
hátt. Ef fjallið kemur ekki til
Múhameðs, þá verður Múhameð
að fara til fjallsins. Ef ómögulegt
er að fá Japana til þess að flytja
búferlum til Mansjúríu, þá er
bezt að lofa þeim að vera heima,
en sækja til Mansjúríu það, sem
þarf handa þeim. Það verður að
sækja auðinn í uppspretturnar og
flytja hann heim, svo að þar geti
lifað þær milljónir, sem ekki vilja
flytja sig til Asíu. Það er önnur
og ný lausn á vandamálinu. Þeir
sækja til Mansjúríu hrísgrjón og
annan kornmat. Þeir fá þaðan
trjávið. Þeir fá þaðan nóg af