Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Qupperneq 10
10
Karlmennska og- gleði Hannesar Hafsteins .. .
[Stefnir
spáir því, að fiskimiðin verði gjöf-
ul, verzlunin innlend og jörðin
ræktuð. Vaxandi ættjarðarást kem-
ur til leiðar afrekum. Mörg skáld
hafa ljóðað á land vort og á þjóð-
ina, sem við landið er tengd. En í
aldamjótakvæði H. H. er sá karl-
menskuandi og gleðigustur, að all-
ir Islendingar geta viðrað sál sína
í þeim andvara. Þetta kvæði ber
augljósan vott um mikils háttar
ættjarðarást. Kvæðið um Skarp-
héðinn í brennunni ieða kvæðið
Sprettur, kemur lesandanum í fullt
svo mikla augnablikslyftingu, en
sú snerting er lunglingslegri' og
varir styttri stund. Kvæði H. H.
um Norðurfjöll, eru gleðigjöfl og
menn, sem lásu þau, komust allir
á loft. Þau voru hressandi. Þjóð-
in þurfti þá hressingu eftir harð-
indakaflann, sem eg gat um. Fólk-
ið lærði og söng kvæðin og lifnaði
við.
H. H. kvað um sólina tvær vísur,
sem gerðar eru svo að segja í hálf-
um hljóðum — svo látlausar eru
þær. Eg ætla nú að fara fyrst með
stöku um sólina, sem eg lærði, áð-
ur en eg heyrði H. H. nefndan á
nafn. Þá vísu kunni hvert barn fyr-
ir 50 árum:
Bleskuð sólin skín á skjá
skær með ljóma sínum;
'herrann Jesús himnum á
hjálþi mér frá pínum,
þ. e. a. s. frá kvöíum, stundlegum
og eilífum.
H. H. kveður um sömu sól:
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur;
haginn grænn og' hjarnið kalt
hennal1 ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa;
á liagann græna og hjarnið kalt:
himneskt er að lifa.
Þetta: að himneskt sé að lifa„
þótti mér í æsku furðulegur boð-
skapur. Eg leit svo á í æsku, að-
lífið í landi voru væri nær því að
vera kvöl en leikur. Eg get játað
það hreinskilnislega og kinnroða-
laust, að eg hefi þurft að leggja í
sölurnar mikla ástundun og bar-
áttu við sjálfan mig, til þess að
fallast á þessa einföldu trúarjátn-
ingu: himneskt er að lifa.
„Og til þess nð skafa það allt satnan af
er æfin að helmingi gengin“.
Eg held að mestur þorri alþýðu
í landi voru, sem ólst upp í landinu
á ísárum eftir 1880, hafi bitið í