Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 64

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 64
•64 Fjármeðferð stjórnarinnar. [Stefnir koma allt af eftir góðæri. Það er lögmál, sem allar stjórnir verða að þekkja. Og sú kreppa, , sem nú stendur yfir, kom sannar- lega ekki að óvörum. Hún byrj- aði í Bandaríkjunum seint á ár- inu 1929 og var fyrirsjáanlega mestan hluta ársins 1930, enda þá komin víða um lönd, þótt ekki gætti verulega hér. En einmitt á árinu 1930 eyddi hæstv. stjórn mestu, eins og eg hefi bent á, ein- mitt þá, þegar fyrirsjáanleg nauð syn var á sparnaði. Eg verð að segja eins og er, um það,að eg tel, að hæstv. stjórn hafi þungan synda-bagga á baki í mörgum málum, en^ngan þeirra tel eg eins alvarlegan eins og meðferð fjármálanna undan- farin ár. Afleiðingar þess ná til allra núlifandi landsmanna, og næstu kynslóðar. Hin mikla fjárnotkun undan- farinna ára hefir þrátt fyrir hin- ar geysilegu tekjur valdið því, að nokkur tekjuhalli Varð hjá ríkissjóði 1929, ef öll gjöld þess Ars eru talin. Á árinu 1930 hefir ■orðið geysilegur tekjuhalli og 1931 hefir tekjuhallinn oi'ðið yf- ir milljón.. Enginn getur sagt með vissu um yfirstandandi ár, en barnaskapur væri að líta á það björtum augum. Það er fjarri mér, að vilja spá hæstv. núverandi fjármálaráðherra nein um hrakspám, en eg get tæpast búist við, að hann komist yfir ár- ið hallalaust. Verði halli á yfir- standandi ári, er það 4 tekju- hallaárið í röð, og sjá allir hvert stefnir með þessu lagi. Hver heil- vita maður hlýtur að sjá, að verði þessi leið farin áfram, liggur hún beina leið til fullrar glötunar á fjárhagssjálfstæði voru og með því er pólitískt sjálfstæði einnig jarðsungið. Gífurleg skuldasöfn- un í góðum árum samfara notk- un allra tekna þeirra sömu góð- æra er svo stór pólitísk synd, að hún verður ekki fyrirgefin. Eng- in stjórn getur útvegað sér mild- an dóm fyrir slíkt brot með um- mælum eins og þeim, sem hæstv. forsætisráðherra viðhafði í ný- ársræðu sinni, að það væri siður að safna skuldum í góðærunum og borga þær í vondu árunum. Þessu trúir sem sé enginn. Hvern- ig hugsar hæstv. ráðh. sér t. d. að ríkissjóður geti grynnt verulega á skuldunum í ái'. Eg get ekki í- myndað mér, að hann geri betur en að greiða samningsbundnar afborganir og eg veit, að síðan á nýári hefir hann safnað tals- verðri skuld. Þessa skaðlegu kenningu hæst-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.