Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 20
20
Móðurást.
[Stefnir
eldfljótri hreyfing og renndi
vinstra horninu í skrokkinn á hon-
um. Hún hæfði hann fyrir aft-
an framfótinn og svifti upp flipa.
Hann hrein við og þeyttist tvisvar
um sjálfan sig á klöppinni. Hún
blés grimmilega við og réðist á
hann. Áður en hann komst á fæt-
ur, fékk hann hornin í hausinn.
Hann valt enn kylliflatur, en stóð
upp með ótrúlegum hraða og réð-
ist enn á geitina.
Og nú missti hún marks. Hún
rak upp angistaróp. Hann náði
kjaftfylli í hárbrúskinn á vinstri
bógnum. Þungi hans var svo mik-
ill og ferðin, að geitin riðaði við
og féll á bæði framknén.
Nú var um líf eða dauða að
tefla. En hún hafði ekki til einskis
hafst við í þessum hrikabjörgum
allan veturinn, þar sem máfarnir
réðu og örninn mikli sigldi um
loftið. Hún var villidýr engu síð-
ur en hundurinn, þegar hún átti
lamb sitt að verja.
Hún vatt sér til svo að.hún gat
staðið upp. Hundurinn hékk á
henni. Hún sleit hann af sér og
keyrði hornin í kviðinn á honum.
Hann rak upp vein og hætti ár-
ásinni. En hún reis á afturfæt-
urna og keyrði hornin af feikna
afli í síðu hans, svo að þau
sukku á kaf milli rifjanna. Hann
gaf lítið hljóð frá sér, valt á
hrygginn og teygði allar fjórar
lappir upp í loftið. Þá réðst hún
að honum með klaufirnar á lofti.
Um stund lét hún þær ganga á
honum.
En allt í einu hætti hún. Hund-
urinn lá grafkyr. Hún nötraði og
leit kring um sig. Hann var stein-
dauður. Allur ótti hvarf af henni.
Hún rak upp fagnaðaróp og hljóp
í áttina til fylgsnisins.
Nóttin leið og aftureldingin
kom, undurfögur, úr austurátt. —
Sjórinn var gáraður af morgun-
andvaranum. Það var vormorgun,
mettaður þúsund ilmbrigðum frá
hinni frjóu jörð. Sólin reis syfj-
uð af beði og snart haf og hauð-
ur þeim töfrasprota, er breytir
öllu í gull.
Hvíta geitin og kið hennar voru
á ferð austur eftir klöppunum.
Alla nóttina höfðu þau verið á
flótta, burt frá þessu voðalega
hræi. Þau voru komin langa leið
og stóðu nú á tindinum mikla við
Cahir. Þar stanzaði geitin til
þess að lofa kiðlingnum aðdrekka.
Hún horfði yfir víðáttuna miklu,
laugaða í geislaflóði upprennandi
sólar.
Svo hélt hún af stað lengra
austur og ýtti kiðlingnum var-
lega á undan sér.
=i
4
A