Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 71

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 71
Stefnir] Fjármeðferð s.tjórnarinnar. 71 ■að Landsbankinn borgar því aðeins vexti, að verulegur ábati sé á bankarekstrinum. Að öðrum kosti verður ríkissjóður einnig að borga vexti af þessari fjárhæð að ein- hverju eða öllu leyti. Þessar tölur, sem eg hefi hér nefnt, eru teknar eftir LR. 1927 og 1930. Báðir þessir reikningar ■eru samdir af Framsóknarstjórn- inni, svo af hennar hálfu getur ekki verið von á andmælum gegn bessu. Auk þessa hafa stundum verið taldar til skulda ríkissjóðs rúmlega 16 milj., sem aðrar stofn- anir en ríkissjóður eiga að sjá um að öllu leyti, en þeim sleppi eg alveg í þessu sambandi, þótt þær stundum hafi verið taldar til hinna eiginlegu ríkissjóðsskulda, því að það er alveg rangt. Á þenn- an hátt hefir það verið fengið fram, að skuldir ríkissjóðs væru um 40 milj. kr. Á árinu 1931 hefir verið borg- að af skuldum í'íkissjóðs eftir samningum, en síðan í árslok 1930 hefir fallið á ríkissjóð á- byrgð fyrir h.f. ,,Kára“, tæpar 200 þús. kr., sem mun vera ó- greidd. I þá ábyrgð gekk Fram- sóknarstjórnin 1922 eða 1923. Síðan í árslok 1930 hefir einnig komið í ljós tapið mikla á síldar- oinkasölunni, svo að þrátt fyrir afborganir ríkissjóðs 1931, eru skuldir hans líklega heldur hærri nú en í árslok 1930. Þessar tölur um ríkisskuldirn- ar hefi eg, eins og eg tók fram áðan, tekið eftir LR. Þetta hefði verið óþarft að taka fram, hefði fekki þeirri fáránlegu kenningu verið haldið á lofti, að ríkisskuld- irnar hefðu eiginlega ekki vaxið í tíð núverandi stjórnar. Eg man meira að segja ,eftir, að eg hefi séð það í aðalstjórnarblaðinu al- veg nýlega, að íslenska ríkið væri sema sem skuldlaust. Væri þetta hlægilegt mál, mundi maður brosa yfir þessu og spyrja, hvers vegna væri verið að borga á aðra miljón kr. í vexti á ári, ef sama og engar væru skuldirnar. Nei, því miður er ríkissjóður sokkinn í skuldir. Það mun láta nærri, að þær skuldir, sem voru 1927, séu nú, vegna afborgana, komnar niður í 8 milj. kr. Ef engin lán hefðu verið tekin síðan, sem ríkissjóður ætti að standa straum af, og hefði bara helmingurinn af því, sem á undanförnum 4 árum hefir kom- ið í ríkissjóðinn auk þess sem Al- þingi ráðgerði, verið notaður til skuldagreiðslu, þyrfti ríkissjóður nú ekki að standa straum af neinum skuldum. Hvílíkur óend-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.