Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 91

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 91
KVIKSETTUR. Eftir A'i'nold Bennett. [Frh.]. Þetta var auðvitað mesta ósann- girni. Hvað gat Oxford gert við því, að Priam fann upp á því að deyja? Ekki hafði hann beðið Priam að ljúga til nafns síns. Priam hafði sjálfur valdið því, að hann fékk 200 í staðinn fyrir 100.000 fyrir myndir sínar. Ox- ford hafði keypt og selt myndir eins og hlaut að vera um mann í hans stöðu. Priam var sennilega reiðastur við Oxford fyrir það, að hann hafði gert það, sem skynsámlegast var. Það þurfti ekki jafn slingan mann eins og Oxford til þess að sjá, að Priam mislíkaði allt þetta stórlega. „Vegna okkar beggja hygg eg að heppilegast verði fyrir yður, að hjálpa mér til að sanna mál mitt“, sagði Oxford. „Vegna beggja okkar?“ „Já, því að eg er fús til að borga yður — segjum t. d. helm- inginn af öllum ágóðanum, sjö hundruð og fimmtíu þúsund krón- ur-------“. Hann stansaði snögg- lega. Sennilega hafði hann varla sleppt síðasta orðinu þegar hann sá, að hann hafði móðgað Priam svo, að ekki yrði úr bætt. Annað hvort átti hann ekki að bjóða neina borgun eða þá allan ágóð- an að frádregnum venjulegum, sanngjörnum ómakslaunum. En þetta, að bjóða að skifta ágóðan- um var smásálarlegt. „Eg tek ekki einn skilding“, sagði Priam. „Og mér dettur ekki í hug að hjálpa yður á neinn hátt. Þér berið sjálfur ábyrgð á yðar eigin loforðum. Og nú verð eg að fara. Eg er búinn að vera miklu lengur en eg ætlaði mér“. Hann var trylltur af reiði og tryllingurinn rak hann úr sætinu. Hvað sem öllum klúbbreglum og kurteisisskyldu leið, gekk hann þegar í stað frá borðinu. Oxford stóð líka upp og reyndi

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.