Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Blaðsíða 59
Stefnir]
Fjármeðferð stjórnarinnar.
59
skuldugs ríkissjóðs en ekki frjáls-
ir menn í frjálsu landi.
Eg hefi orðið þess var, að blöð
stjórnarinnar hafa nú að undan-
förnu minnst á það, að árið 1924,
þegar andstöðuflokkur núver-
andi stjórnar tók við völdum,
hafi skattarnir verið hækkaðir,
þó að þá væri ekki gott í ári.
Þess vegna hljóti okkur nú að
þykja eðlilegt, að hækka skatt-
ana. En náttúrlega geta stjórn-
arblöðin þess ekki, að 1926, þeg-
ar afkoma atvinnuveganna versn-
aði, var slakað verulega til á
sköttunum, enda voru hinar
auknu tekjur, sem af sköttunum
leiddu, notaðar til að létta
skuldabyrðina á ríkissjóði. I
þessu kemur fram í stórum drátt-
um stefna Sjálfstæðisflokksins í
fjármálum ríkisins. Flokkurinn
játar og viðurkennir nauðsyn
þess að leggja á landsmenn byrð-
ar til þess að tryggja afkomu rík-
issjóðs ef ekki er eytt úr hófi
fram. Hinsvegar neitar flokkur-
inn því afdráttarlaust að vinna
að því að útvega tekjur til óhóf-
legrar eyðslu. Flokkurinn telur
það bein svik við kjósendur sína,
sem eruj nærri helmingur allra
kjósenda landsins, að stuðla að
því að fram úr hófi eyðslusöm
stjórn, hafi jafnan nægilegt fé
til að ausa út, hvernig sem fer
um hag landsmanna. Hæstvirt
stjórn getur því alls ekki búist
við því, að auknir skattar verði
samþykktir nú með atkvæðum
Sjálfstæðismanna, nema fullar
tryggingar komi fyrir því, að
skift verði um í meðferð fjár rík-
isins og slík trygging næstx ekki
nema skift verði um menn í
stjórninni, að minnsta kosti að
einhverju leyti.
Eg finn það vel, að í því, sem
eg hefi sagt, liggur hai’ður áfell-
isdómur um fjármeðferð hæstv.
stjórnar og eg tel mér skylt að
rökstyðja þetta. Eg mun gera það
í eins stuttu máli og eg tel mér
fært og mun sleppa öllum köpur-
yrðum en láta tölur tala eins
skýrt og rétt og mér er auðið.
Fyrst mun eg athuga fjár-
notkun stjórnarinnar undanfar-
in 4 ár og styðst eg þar við fjár-
lög og landsreikninga árin 1928,
1929 og 1930 en við skýrslu
hæstv. fjármálaráðherra að því
er snertir árið 1931. Síðan mun
eg athuga nokkuð hvað hæstv.
stjórn ætlast fyrir um fjárnotk-
un 1932 og 1933.
Samkvæmt fjárlögum hafa
tekjur ríkissjóðs verið áætlaðar
af þinginu þannig talið í hundr-
uðum þúsunda: