Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 34
34
Hvaðan er fjárkreppan?
[Stefnir
vegi og byggja brýr og veita
mönnum atvinnu, þegar þeir
eiga sér fáa úrkosti.
4. Ríkið stendur nú uppi með
afskapleg þyngsli því að flest-
ar framkvæmdirnar eru þess
eðlis, að það kostar ekki að-
eins peninga að eignast þær,
heldur kostar líka peninga að
eiga þær, svo sem skóla, vegi,
útvarp o. s. frv.
5. Skuldirnar hvíla eins og mara
á þjóðinni. Yfir 40 milljónir
eru það nú, sem svara verður
af vöxtum um hendur ríkis-
stjórnarinnar.
6. Lánstraust er náttúrlega ekki
um að ræða.
Kreppa hefði komið, hvernig
sem okkur hefði verið stjórnað.
Verðfall afurðanna hlaut allt af
að koma þungt niður á okkur. En
eg er sannfærður um, að mec,f
hóðri og gætinni stjóm, hefðu af-
ieiðingar lcreppunnar eklci orðið
tilfinnanlegar. Skatta hefði mátt
lækka að verulegum mun og aka
framkvæmdum eitthvað áfram.
Með því að halda verzlunarjöfn-
uði betri, hefði ekki þurft jafn-
harkalega lækning og nú er orðin
nauðsynleg. Mjög lítill innflutn-
ingur er náttúrlega nauðsynleg
lækning þegar svo er komið sem
nú, en vandræða ástand er það og
vottur um illa líðan og örbirgð-
Það er vottur um lömun á allri
starfsemi, og veit á mikinn inn-
flutning, hvenær sem um hægist..
I því eins og öðru er jöfnuðurinn
heilbrigðastur og ber vott um
heilbrigt ástand með þjóðinni og
jafna starfsemi. Hörmulegust er
skuldasúpan, sem landið er sokkið'
í, og sannast að segja sé eg ekki
í fljótu bragði, hverrtig við hana á.
að ráða, eða hvernig menn eiga
að rísa upp úr kreppum með allt
þetta á bakinu. — „Brynjan" er
held eg orðin full-þung, eins og
brynjur riddaranna voru hér áður„
þegar þeir gátu alls ekki
staðið upp herklæddir. Og hvern-
ig fer það nú eftir 10 ár, þegar
að því kemur, að þjóðin á rétt
á fullu sjálfstæði? Fer þá ekki líkt
og þegar við gátum losnað af
klafa mikla norræna símafélags-
ins, en urðum að standa í tjóðrinu
áfram af því að við gátum ekki
borgað? Hvar á slík fjármála-
stjórn að enda annars staðar en
í ósjálfstæði, ef stjórnin anar á-
fram í vitleysu, kjósendurnir,
fólkið sjálft, lokar augunum, og
blindur leiðir blindan?